hef verið að hugsa um eina haiku eða hæku í dag eða kannski var það tanka upphaflega þessi sem ég er búin að hugsa um í dag sem ég hélt upp á sem unglingur og geri líklegast enn þar sem ég hugsa um hana einn dag en ég minnist þess að persóna í bók sylviu plath glerhjálmurinn hún segir að gott ljóð endist lengur en hundruð mannslífa. eða eitthvað á þá leið. en hækan sem var kannski aldrei hæka sagði að hárið mitt væri svo flókið á morgnana. ég var einu sinni með svo sítt og flókið hár. núna er ég ekki með sítt og flókið hár. aðrar flækjur teknar við af hárlufsunum. en ég er að vinna bót á flókanum í lífinu með því að láta hárið vaxa og vaxa og vaxa og þá má það vera eins flókið og það vill í staðinn fyrir öll hin flókabendu háræðandi hugsanir heimsins. þarna gengur stúlka með samfarahnakka og bitlausa bursta í poka. blessuð flækjan.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal