ég fór í jóga í dag sem var mjög gott að vanda. þar var minn kæri jógaleiðbeinandi að tala um óvissuna og allt það óvænta í lífinu. að fræið veit ekki að það á eftir að verða tré. stilkurinn veit heldur ekkert hvað hann er annað en stilkur og að kannski muni springa út blóm út úr búknum á honum. (hljómar svoldið eins og skilgreining á ljóði frönsku symbólistanna. ljóðið bara er. og það vill vera ljóð og ekkert annað en ljóð.)

já það er allt annað aukaatriði. það sem er það er. eins einfalt og það nú kann að hljóma að þá er lífið skemmtilega óvænt sem betur fer. það liggur við að ég hefjist nú handa við að predika guðsorð.

guð. - fallegt og erfitt orð sem er. guð er líka í hjálparsveitinni og á sprautur og getur sprautað þig glaða, graða, til að troða marvaða.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal