Ljósið úr augunum

Ég var að hugsa um að skrifa eitthvað hér til að viðra gumsið í kúpunni. En ég get verið svo morbid fyrir hádegi, reyndar líka eftir hádegi að það borgar sig yfirleitt ekki að viðra neitt þarna nema við guð og sjálfan himin og saltan sjóinn. Þessi þrjú taka við því öllu af miklu æðruleysi.

- Já, langar þig að lifa. Já, langar þig að deyja. Já, já. Skilurðu ekki að þetta er sama setningin.

Svona faðma þau mig að sér og það er vel. Sjálf horfi ég á krossa og tré og heyri í vinnuvélum. Ég ætla bara að leyfa mér að trúa því að það sé töluverður tilgangur í því að horfa og heyra slíkt. Á meðan bíð ég í angist eftir einhverju óljósu. Bíð hér við gluggann eftir að þetta óljósa verði ögn ljósara.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal