Í dag er sunnudagur

Í dag er sunnudagur og fuglasöngsskvaldrið hefur hækkað tóninn. Þeir krefjast þess að vorið komi með sín fögru fyrirheit.
En það þýðir lítið að funda því vorið er alltaf fashionably late á eyjunni á útjaðrinum. Kirkjuklukkurnar hafa nú blandast skvaldrinu. Messan lætur aldrei bíða eftir sér, hún bíður ekki einu sinni eftir þér. Ég bíð yfirleitt eftir því að messan komi til mín. Í stofuna til mín. Hún er í hvítum fötum með myrru og sísyngjandi þegar hún kemur. Syngur allt til mín sem hún vill segja mér. Faaaaaáðu þér kaffibollaaaaaaaa e e e e e e e eeeeeeeeeeeeelskan mín. Það syngur messan til mín á þessum sunnudagsmorgni og skyndilega þöggnuðu fuglarnir. Undarlegt. Nú verður tekin kaffipása á þessari beinu útsendingu frá veruleikanum. I´ll be back babe.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal