Mamma, heilinn á mér framleiðir ekki nógu mikið af hamingju og þess vegna kemur þunglyndið stundum eins og stjarnan Melankólía og brotlendir á heiminum mínum.

Að vaða í þykkum ullarþráðum. Að vera ekki hrædd við það sem kemur að utan heldur einmitt við það sem kemur að innan.

Ef ég væri stjarna á himnum myndi ég vera fjólublá.

Ef ég væri góð í að elska myndi ég elska þig.

Ef dagurinn væri úr vatni myndi ég ekki drukkna. Ég myndi synda dýpra, leggjast á botninn og anda með tálknum sem ég fékk að gjöf.

"She dwells with Beauty - Beauty that must die;
And Joy, whose hand is ever at his lips" (John Keats)

Ummæli

krumma sagði…
fallega ljóðastelpan mín
krumma sagði…
fallega ljóðastelpan mín
Fía Fender sagði…
dásamlegur þessi tvítaktur í ást
yndi

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal