Áramótaheitið var að búa til langan lista af löngunum og ráð til að verða við þeim með einhverjum klækjum og karmanu sem umvefur mig. Einmitt væri ráð að reyna að hafa góð áhrif á karmað. En summsé. Ég á nú ekki í erfiðleikum með listana blessaða. Í þetta sinn varð listinn að vera konkret. Ekkert kjaftæði um að verða betri manneskja eða hugsa jákvætt. My big arse. Bara þú veist lesa þessa og hina bókina. Kaupa nærbuxur og sódastreamtæki. Skrifa eitt ljóð á viku. Raka á mér lappirnar. Fara í klippingu. Svona stöff sem maður barasta þarf kannski að gera á árinu. Drekka vatn á hverjum degi. Og fleira sem kemur þér ekkert, lesandi góður, við. Ég lærði einu sinni að gott væri að gera lista yfir allt sem maður er viss um maður gerir, muni gera. Vakna, klæða sig, bursta tennurnar, tala við börnin sín, drekka kaffi og svo framvegis. Sigur-listi. Ekki to-do listi heldur Win-listi. Ég fílaði áhrifin af þeim gjörningi verð ég að segja. Mér fannst ég alltaf í plús og ótrúlega dugleg, klár, falleg og atorkusöm. Sem er kannski illúsjón já, má vera já. En megi tálsýnin þá bara færa mig fram veginn inn í fegurðina.

Núna er ég einmitt að drekka kaffi. Makalaust allt það sem lífið færir manni.

Ég er að hugsa um að skella mér bara á My Week with Marilyn í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal