stjörnubjört sorg

það er sem sorgin spinni sinn einka einivið um börkinn í höfðinu
flétti af natni nær en hollt getur talist
þó ekki svartan þráð
dimman fagur bláan líkt og sjálfur himinninn hafi tekið sér ból innan við sjálfar augntóftirnar
og enn sjást skærar stjörnur
ef aðeins einhver man eftir því að líta upp

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal