Það er líkt og draumarnir standi nær raunveruleikanum. Nær en við sjálf. Þeir eru dögun og ýta úr vör því sem verður með mistrinu einu saman. Draumæði sótti að mér í sumrinu sem tekið er að halla. Þeir hafa nú einn af öðrum opinberað sannleika sinn, stigið upp úr straumhörðu fljóti tákna sem erfitt getur verið að ráða í þegar áreitið er mikið. En alltaf já alltaf standa þeir nær en þig grunar, nær en þú sjálf(ur). Einfaldleikinn er sannastur.

Ég og haustið mitt mun faðma mig.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal