myrkrið lagðist yfir andlit mitt. og ég varð þetta myrkur. ég er myrkrið. og ég lýsti. myrkrið lýsti.....

eitthvað á þá leið segir í sumardagur eftir jon fosse sem ég sá í gær. ég mæli með þessari sýningu, það eru fáar sýningar eftir held ég. þetta leikverk er mjög vel skrifað og staðsetur sig á tregafullan hátt í tómi og tíma. uppsettningin er ágæt. lýsing og tónlist er flott. leikararnir misjafnir og svona en samt alveg ágætt. í heildina verulega falleg sýning. hvernig tilfinningar og leiðir þeirra staðsetja sig og skapa eins konar veruleika. já ég heyrði sagt um daginn að sorgin vegi að kjarna sjálfsmyndarinnar. það á vel við þessa sýningu. svo er hægt að velja að standa alveg kyrr. endurnýja engin kynni af sjálfum sér. eiga sama stefnumótið aftur og aftur við sjálfsmyndina sem endurvarpar einungis birtu í bakspegli. en kannski er það ekki einu sinni val. myrkrið leggst yfir og hefur eigin tíma, eigin veröld. algjörlega sjálfstætt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal