allar þessar breytingar. og ég vildi að ég ætti baðkar. ég vildi að ég ætti baðkar í stofunni með bókahillur allt um kring og litla gaseldavél og hlusta á suð frá katlinum í takt við dropandi kranann í baðkarinu því það þarf að kaupa nýjan gúmmíhring til að þétta. og svo ætla ég að fara úr öllum fötunum og leggjast upp í þetta baðkar í stofunni og lesa:

"Nú man ég ekki fyllilega hvað gerðist næst.

Þegar þig dreymir þetta aftur er það alltaf eins. Ég hleyp að stúlkunni, leggst í fang hennar og veifa þér bless. Þú ert mér alltaf jafn reið þegar þú vaknar. Getur þú verið mér reið fyrir það sem ég geri í draumum þínum?" (Örvar der Alte: úfin strokin, 2005)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal