Madrigal
Madrigal Ég erfði dimman skóg þangað sem ég fer sjaldan. En sá dagur kemur þegar dauðir og lifendur skipta um stað. Þá fer skógurinn á hreyfingu. Við erum ekki án vonar. Alvarlegustu glæpir upp- lýsast aldrei þrátt fyrir viðleitni margra lögreglumanna. Á sama hátt er einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur. Ég erfði dimman skóg en í dag geng ég í öðrum skógi, og hann er bjartur. Allt sem lifir syngur, hlykkjast, iðar og skríður! Það er vor og loftið ákaflega sterkt. Ég hef próf úr háskóla gleymsk- unnar og er jafn tómhentur og skyrtan á þvottasnúrunni. Tomas Tranströmer
Ummæli