orðin breyttust í lopa
gamlan loðinn lopa sem lá undir sófanum í stofunni
kisa meira að segja búin að gleyma honum
möguleikar gamla lopans umbreyttust í mylsnu, myrkur
og lífrænt ryk sem lagði blessandi hönd sína yfir þögnina
með augun ein að vopni

í dag er fimmtudagur 12. júlí og ég sit á bókasafninu mínu og hugsa um kaffi, orð og skapandi þögn sem býr í mér:

Koddaspjall eftir kvöldsöguna
-er þetta sönn saga?
-nei þetta er skáldskapur. en hann er reyndar sannari en sjálfur sannleikurinn því hann kemur innan úr okkur. úr heiminum sem býr í okkur.
-er ég þá heimur?

Ummæli

krumma sagði…
yndi

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal