Í tilefni upprisunnar:

"Fyrir þá sem hafa dvalið í dimmum skógi þunglyndisins, og hafa kynnst óútskýranlegri sálarangist þess, er endurkoman úr hyldýpinu ekki ósvipuð uppgöngu ljóðskáldsins, þar sem það þrammar upp á við og upp úr myrkum djúpum helvítis og kemur að endingu inn í það sem hann sá sem "hinn ljómandi heim". Þar hefur hver sá er á ný hefur öðlast heilsuna nær alltaf einnig öðlast hugarró að nýju og hæfileikann til að gleðjast, og það eru hugsanlega nægar skaðabætur fyrir að hafa afborið örvæntingu sem er dýpri en nokkur örvænting.

E quindi uscimmo a reveder le stelle.

Og svo stigum við fram, og litum stjörnurnar á ný.
"

William Styron (Sýnilegt myrkur. Frásögn um vitfirringu, 2010)

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal