Mig langar að deila þessu fallega ljóði með ykkur. Það er eftir hann César Vallejo og er í þýðingu Berglindar Gunnarsdóttur samstarfskonu minnar. Þetta er sá höfundur sem ég ætla að smakka betur á. Líst vel á kauða.

Hringrás þreytunnar
Stundum langar mann að snúa til baka
að elska, að fara ekki burt
og mann langar stundum til að deyja
velktur í hafróti andstæðna strauma
sem aldrei sættast.

Mann langar í risastóran koss
sem kremur sundur lífið
og endar í logandi afrískri kvöl
sjálfsmyrðir!

Langar til... að langa ekki til neins. Herra,
ég bendi á þig dauðasekum fingri mínum:
stundum langar mann að hafa fæðst
án hjarta.

Vorið kemur aftur, það kemur og fer.
Og guð sem álútur gengur sinn veg
fetar áfram, áfram einstigi tímans
með hryggsúlu alheims
á herðum sér.

Og þegar gagnaugað slær sinn þunga slátt
þegar svíður undan svefni hnífseggjarinnar
langar mann að eiga athvarf
í þessu ljóði!

César Vallejo. Þýð. Berglind Gunnarsdóttir.
Birtist í yndislegri bók Berglindar, Ljósbrot í skuggann, 1990.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal