ég skal þrögla eitthvað um lífið mitt. deila því. það er ekkert smá gott þetta líf mitt. stundum fylllist ég skelfingu yfir því. verð alveg skíthrædd um að ég þurfi að fara að borga og borga fyrir eðalvagninn sem fleytir mér áfram þessi misserin. og dagurinn í dag er þokkalega fallegur og góður. var vakin af værum blundi í morgunsárið við að yndælis barnsfaðirinn kíkti við. lagaði kaffibolla handa okkur foreldrunum svo við gætum sötrað yfir kornflexi skottunnar og dáðst að geislunum sem hún framleiðir. þau héldu sínar leiðir og ég rölti með moggann og kaffibollann til vinkonufegurðarinnar á næsta horni. meira sötr sötrrr. aftur heim og garfað í músík leeeengi lengi. malað í símann um stóra merkisundrið mitt sem sefur fram yfir hádegi og vampírast á næturnar. spilað hátt músíku um allar jarðir og síðan hent sér á fákinn og hjólað upp í rækt þar sem svitinn fékk að renna. dásamlegt já. það fer mér reyndar svo illa að segja alltaf frá því hvað allt sé yndislegt, eins og ég sé ekki í karakter. vantar bara alla kaldhæðni og blóðidrifna slóð á mörkum manna. en heim er ég komin og nú er sötraður grænn drykkur:

spínat
möluð sólblómafræ
molkosan
engifer
blandaður safi
hrísmjólk

síðan er það að kæla hvítvínið og setja upp hárið ef það væri hægt - sett upp augnaráðið í staðin áður en haldið er í grænmetisleiðangur og svo beina leið í núðlur kisulórunnar fögru í skugganum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal