Hvernig á ég að fara að þessu ein. Alein.
Þetta sagði hún.

Og við þetta varð ég svo ósköp sterk og sorgmædd. Fann að í djúpinu blundar allur styrkurinn og líka þessi óskiljanlega sorg. Óslípuð og tær fegurð.

Hvernig ber að takast á við þessa fjarska fegurð.

Svo skreið hún inn í skáldskap:

"Sá friður sem við þráum
festir ekki rætur í heiminum"

(Hannes Pétursson)

Dvaldi um hríð þar til kláðinn fór að segja til sín....

Komdu - var það eina sem kom upp í hugann. Von og óvissa fæddi af sér frekara bergmál - komdu.
Ekkó var horfinn inn í skóginn og líkami hennar orðinn að tré í Vesturbænum.
Þögult reipi var bundið í eina greinina. Raunverulegt reipi sem gott væri að máta við slagæðar.

"Flest er það í brotum
sem við berum okkur í munn.

Lokum nú augum
eitt andartak.

Hvílumst. Hlustum ef við getum
á lífið -
hina löngu hugsun"

(HP)

Ekkó ómaði áfram í leit að sínum Narkissosi og ég lokaði augunum eitt andartak.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal