
Sítrónubrjóst
Að sumarlagi er best að fá sér sítrónubrjóst
um eftirmiddaginn innandyra nálægt
opnum glugga
Þá skal sneiða sítrónuna í tvo jafna hluta
á eldhúsborðinu en taka
annan helminginn inn til sín
og kreista dálítið af vökvanum
yfir brúna
mjúka
hálfsofandi
geirvörtuna.
Sleikja upp dropana sem renna niður brjóstið
áður en varirnar eru færðar
á toppinn.
Sleikja fyrst sjúga svo.
Þegar bragðið dofnar
endurtakið athöfnina.
Kristín Ómarsdóttir: Lokaðu augunum og hugsaðu um mig, 1998.
Ummæli