Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2011
Fullkomnunarárátta er af hinu illa segir í grein sem ég var að lesa. Ég tek undir þessa fullyrðingu: "Perfectionism is a mean, frozen form of idealism, while messes are the artist´s true friend." Það er nú stolið úr mér hver höfundurinn er en það gildir einu. Fullkomnunarárátta hefur ólíkar birtingarmyndir. Þessi týpíski úlfur í sauðagæru. Þykist vera fegurðin sjálf en er ekkert nema illgjörn froðufellandi veira. Þá hef ég komið þessu á framfæri elskurnar. Ég er með gigtarverki en bjartsýn sem er fyrir öllu. Kaffið er komið í krúsina og kúlið liggur í mjöðmunum að þessu sinni.
Nokkur orð frá honum Michael Lutin um múdið í úniversinu og okkur sjálfum þessa dagana: Finding stability in the midst of a passive sea. That's the New Moon in Virgo with Jupiter in Taurus and Pluto in Capricorn You get up on your two feet look around survey the damage check your assets and go on building for the future repairing breaks plugging leaks making new what was getting old and putting your shoulder to a car and lifting it to free someone trapped beneath it. It's the return to the diet you cheated on catching up on everything you avoided handling. Sound boring? Not at all. This is the restorative moment that lets you know you are alive When you're in Virgo mood, you're in no mood to fool around. And you don't let other people mess around either. You're the nun flicking the lights at a Catholic school dance, making sure couples don't dance too close. It's not that you can't have fun. it's just that

Jimmy Cliff - You Can Get It If You Really Want

Mynd
Það held ég nú...

Nostalgía í brotsjó

Mynd
Bókabúðir, bókasöfn og kirkjugarðar eru mínir uppáhaldsstaðir í borgum og bæjum heimsins.(Já svona reyndu að halda andlitinu). Helstu minningar mínar úr æsku eru úr þessu ágæta þríeyki. Sér í lagi er það bókabúðin Iðunn sem staðsett var á horni Öldugötu og Bræðraborgarstígar, Bókasafn Seltjarnarness sem þá var í tónlistarskólanum sem nú telst til heilsugæslunnar, Hólavallakirkjugarður sem hefur til allrar hamingju ekki fengið á sig neina nútíma ásýnd. Að síðustu vil ég nefna kofa úti í Suðurnesi sem telst víst hvorki til bókageymslu né greftrunarstaðar en virðist þó tengjast heimkynnum bóka og dauða á mystískan hátt í gegnum stríð, strandir og sjó með útsýni bæði til Gróttu og Guðs. Reyndar er þessi ágæti kofi orðinn að golfvelli sem passar ekki alveg inn í þessa rómantísku morbid hugmynd um æsku mína sem ég er að reyna að setja hér fram af veikum mætti. Engu að síður eru þessir staðir greyptir í vitund mína (hvað sem sjálfstæðismönnum og gangandi golfíþróttinni líður) og ef ég vakna
Óskaplega sem það er erfitt að skrifa nokkurn skapaðan hlut hér eða annars staðar. Orðin verða að einhverju gumsi í þreyttu höfðinu sem neitar að taka á sig skapnað, hvorki fallegan né ljótan eða eitthvað annað. Man ekki fleiri lýsingarorð. Orð. Ekki segja neitt. Biddu frekar um hvíta strönd fjarri mannabyggðum. Eða bara skúr í stórborg. Bjúgtöflur og tannkrem. Áttu gullriste? Haaa hvað er það? Ég veit það ekki en örugglega eitthvað rosalega vatnslosandi. Nú!? (Vá hvað þetta orð "vatnslosandi" getur gert mann brjálaðan) Nei ég meina þetta er drykkur sem fær gullið í sál og holdi til að rísa. Neeeeei kannast heldur ekki við það sko en á hérna hins vegar mjög góðar náttúrlegar sápur. Okei ég fæ þá bara sápu í staðin. Haltu kjafti hvað kellingin þarf að fá sér bjúgur og uppstúf maður. Þrátt fyrir allt þá er sólin falleg. Blessuð sólin já. Og fallegasti dagur ársins var laugardagurinn 6. ágúst. Töfrandi stöff. Góða nótt.