Færslur

Sýnir færslur frá 2007
Mynd
við mæð gur erum að fá okk ur seríjó sið og bíða eftir kaff inu og það er verið að sprengja upp vesturbæinn hér rétt upp úr hádegi. liklega að nýta "lognið" á undan storminum. eða er hann ekki annars á leiðinni. ætli þetta verði þá gustmikið ár? ég veðja frekar á glettið. gamlársdagur er svo ágætur. vinkonan kemur og við leggjum tarot og fáum okkur staup eða freyðara í tilefni tímamóta. kannski kemur svo ástin til mín og peningarnir og allt það. sköpunarkrafturinn fílelfdur rúllar sér af fimi inn um skáargöt og ég gerist víðförul og viskan mun bletta upp í alla heimsku og annan óskapnað. síðan vex jarðbundið tré djúpt úr yðrum mínum og stóíska róin glitrar og glóir í myrkri. glettilega skemmtilegt allt. gleðilegt ár elskurnar. takk fyrir allt sem er.
gömul færsla - kveðja til lúna ársins sem tekið er að visna: aðför að dauða sólarinnar hefur silfurkenndan blæ grá hárin grófari húðin hrörlegri leðurkennd á köflum bútasaumur holdsins fallegur vefnaður dauðans moldarstígur kirkjugarðsins undir skósólum smám saman molnar undan moldkenndum rótum og stígurinn hverfur

intro

Mynd
vafið jökulvatn i gler sendir frá sér orku sem leggst um hjartaræturnar. úti hefst óveður og sjórinn svo óskaplega vanur slíku lætur lítið á lífinu bera en fyrir innan gluggann er litla introtelpan ofin teflonorku á meðan hún les um einsemdina. bómullarverksmiðjan á sér líf niðri við rætur jökuls og gjöfulir hnoðrarnir spinna sig í klassískan vef hvors annars.
já og í gær hitti ég loksins fyrstu manneskjuna sem hafði tekist að ná endanum á jólakveðjunni minni einungis út af sérkennilegri samsetningu á nöfnum yngsta fjölskyldumeðlimsins - en mikið óskaplega var ég glöð að heyra að þessi ágæti maður sem ég þekki nánast ekkert hefði fengið kveðjuna, var nebblega farin að halda að hún hefði bara gufað upp á gufunni...hohohoho
núna langar mig mest í klaustur ekki klaustur í sellófani nei bara að fá að vera í klaustri að lesa og sofa og biðja það meikar sens hef lesið svoldið af bókum undanfarið en hef nokkrar ólesnar hjá mér það er svo gott kannski finn ég klaustrið mitt á snæfellsnesi man alltaf selina og drauminn um hestana á snæfellsnesi og þeir umkringdu húsið líkt og lorca ætlaði að sogast inn í mig ég mæli með tveimur bókum núna: afleggjarinn og blysfarir. alveg afbragðs lesning báðar tvær. konur eru mjög sterkar skáldskaparlega um þessar mundir.
svo virðist sem ég hafi hér með óvissuna eina að leiðarljósi. líkt og sækja þarf kraft úr ljósi þá verður óvissan minn ljósberi út úr þessu skringilega ári og inn í það næsta. það er líklegast það sem ég hef haft að markmiði. losa mig undan öðru oki stefnumótunarguða framtíðar. og undir öllu vafstri í hefðum og haldi ýmis konar já þá held ég sveimér að leynist langanir í ljósleiðurum líkt og þeir liðist niður straumlitla á frá litlu fjalli.
þá er bara að þéna meira og gera það oftar jájá ljúft og gott þetta líf
vinna og veikindastand og stóra stelpan mín að fara í svæfingu og aðgerð á morgun æh mér finnst það svoldið erfitt en þetta gengur örugglega allt vel við þula horfðum á nigellu ofurmömmu að útbúa jólamat og ég fékk svima og óreiðukast en sú stutta sagði að þetta væri mamma jólasveinanna og að hún héti sko ekki nigella heldur grýla og núna væri hún að fara að gefa þeim að borða annars bara já veikindi og vinna aftur svei burt með þennan seiðing burt með alla sút já komdu bara til mín ástin mín komdu bara ég er með gervisnjó í skál
ég á svo dásamlegar stelpur tvær stelpur sem eru mér allt já ég á allan heiminn rölti portobello markaðinn í gær í fallegri birtunni og ögn kulda og núna er ég svoldið lasin að lesa góða bók las í flugvélinni og gleymdi stund og stað en er samt svoldið svona slöpp öll í varaþurrkinum og hálsinum og hausnum og fótunum þreyttu en það er allt í lagi því bráðum koma jólin og bráðum fæ ég langt frí með stelpunum mínum og þá engin vinna bara frelsandi kyrrð
en mig vantar bara kraaaaaaaaaaaaftaverk... mmmmmm
Mynd
alltaf að hugsa um hana teresu. í svefni sem vöku. líkt og hún vilji segja mér eitthvað alveg magnað með sínum vökulu augum. þarf að hengja hana upp hjá mér og spjalla við hana. allar þessar konur í kringum mig. ætti að vinna gegn djöfulsins vanmættinum sem leggur sig mitt á hrörlega brú yfir í brjálæðislega birtu. ég veit það ekki elskan. þori varla að hugsa lengur. hrædd um að eitraðar hugsanir mínar framkalli veruleikann veikan og vanmáttugan. en þá birtist hún alltaf fögur með augun sín djúpu. segir ekkert. horfir bara á mig álengdar. ég þori ekki að hugsa né biðja hana um að koma nær.
æhh mig langar stundum að vera bara ábyrgðarlaus unglingur sveimérþá og svo finnst mér ég ein þrátt fyrir orð herra lutins en þetta er auðvitað bölvað kjaftæði og væl væl væl væl langar í afmæli í kvöld búhú
ég er farin að spila jólatónlist og hengja upp seríur. og það er nóvember. þetta hefur ekki gerst fyrr. annars er nú desember að skríða í hús. ég ætlaði að dúlla mér svo mikið með skottunum í rólegheitum en þá er ég skyndilega á haus í vinnu. fullt af vinnu bara. það hefur sína kosti svo ég þakka barasta fyrir. takk. vinna vinna vinna í tæpar tvær vikur og síðan að skjóta sér í flugvél og fá sér kampavín þetta hljómar mjög vel held ég bara. fæ samt alltaf fáránleikatilfinningu við að vera að dægurrausa þetta á þessari síðu.
best að horfa nú á góða ræmu með söndru búll eða eitthvað DJÓK snjó - typpi píka typpi uhhh neinei annars vill lutin meina eitt og annað og aðallega þetta: W E A R E N O T A L O N E as you will soon see Jjájá ég bíð bara spennt, alveg kanil mandarínu negulspennt best að lesa um losta
Á meðan verið er að leita að viðeigandi nafni á heiti ráðherra þá baksar heimilisfólkið mitt einnig við tungumálið og kannski snýst það einmitt um að vera kyn. Yngsti meðlimur klansins finnst mjög gaman að uppnefna á góðlátlegan hátt. Mamma Putti, mamma skottapotta, mamma baddamamma og eitthvað álíka eftir því hvað er veggfóðrað í hugann þann daginn. Í dag fá allir á heimilinu viðnefnið TYPPI. Ég var nokkuð lengi að átta mig á því hvað stúlkukindin væri að staglast á. Mamma typpi og Eva typpi. Eða pippi eða ippi eða pikki - hmmm. "Halló mamma typpi" var sagt mjög glaðlega við mig í dag eftir leikskóla og fannst henni þetta ekkert meira óviðeigandi en þegar ég kalla hana alltaf skottu. En einhverja hluta vegna er ég alveg ótrúlega ánægð með að hún skuli ekki kalla mig píku. Halló mamma píka. neeeeeei. En eitthvað er það nú samt skrítið að mér finnist þægilegra af tvennu illu að vera einn fagran nóvemberdag kölluð karlkynskynfæri frekar en kvenkyns. Kannski vilja pabbar frekar
jómfrúin í hádeginu var smekkfull þvílík örtröð fékk mér hina klassísku rauðsprettu cure glymur á fóninum without you with out you hamskipti í aðsigi
þú áttaðir þig á hversu brútalt lífið er jafnvel í allri sinni dýrð að öll örin á líkamanum munu ekki bera þig ofurliði heldur verða þín eina vitnastefna á brattri brún strýkur mjúkt holdið landamærin á milli þín og þín og þín aðeins þú og aftur þú ert hjá mér í mér

The Dull Flame of Desire poetry in Stalker film

sneri snéri sneri héri já ég snéri við eldhúsborðinu og sjá: gjörsamlega nýtt eldhús. meira rými. fleiri við borðið. vinnuaðstaða og jiiii mar getur bara farið að leigja út skika í eldhúsinu eða ef of margir vilja gista þá bara kommon in the kitchen babe það er nú alltaf sexí þar. húsið mitt er nebblega svakalegt ástarhreiður. hvað sem því líður þá komast sko 6 við eldhúsborðið eeeeeeða ein kona með pláss og tölvu og pappírstjáslur um allt. líka á gamla fóninum hans afa sem ég aldrei hitti. unga hamingjusama stúlkan í lopanum á tjörninni starir á hauginn og látum okkur sjá látum okkur sjá. svoldið möst kannski að græja helvítis uppvaskið þá ef það á að vera kósí. ó uppvaskari hvar hefur þú lit þínum brugðið, brástu ei undir þig betri fót og fjarlægðir tau það er þótti þanið um miðrót og aðrar döðlur og dót. en elskan, vertu ekkert að fást um munnstykkin, þau koma aftur....

What To Pass / On What To Keep - Jomi Massage

Mynd
Anselm Kiefer: Margarete, 1981
þessi dagur er innpakkaður í saumaða húðhimnu
Mynd
kær vinkona sagði að þetta væri tími sem maður gæti horft á hverja myndina á fætur annarri. já hýðishvetjandi tími. ég horfði einmitt á tvær myndir í gær. önnur var hreint ótrúlega góð - the lives of others. sagan, textinn, litirnir, augnaráðið, stemningin, allt kristallaðist í flæðandi verki sem skírskotar til áhorfenda í sögulegu og tilfinningalegu samhengi. hin myndin var hreint ótrúlega léleg - mýrin. eða öllu heldur vonbrigði. hryllilega óspennandi á allan hátt. en það er vandað til vinnu og svo sem ágætissjónvarpsmynd á þriðjudagskveldi eða svo. upphafsatriði er fallegt og sárt með barnadauða og jarðaför. síðan fer þetta bara niður á við fyrir utan leik atla rafns sem er mjög góður. þar hafið þið það. það er kaldur fallegur dagur. ég segi út með hatrið inn með ástina. jamm langar í gott kaffi. þessi uppáhellingar kaffikanna mín sem ég var svo ánægð með í október hún virkar bara ekki nógu vekjandi fyrir tilvistina í nóvember. allt fyrir ástina.
allt fyrir ástina það held ég nú við matarborðið hjá mér er bara sungið takk fyrir ástina takk fyrir matinn takk fyrir ástina takk fyrir matinn feed me baby yeahhhh jæja laugardagskvöld við tölvuna jolly cola í colorado páll óskar og ástin og allt það melabúð og vídjóleiga love me tender try me better og gleymdu fortíðinni og gleymdu að vaska upp gleymdu mér þjástbjást ekki gráta meira fáðu þér bara jollycola í colorado fastar fastar einmitt....

Allt fyrir ástina Páll Óskar Paul Oscar

heyrðu langa manga langar í súkkulaði líka sushi best að gera eitthvað í því annars er hausverkur í himnunni á milli hjarta og hólfa
rosalega líða dagarnir hratt og vikurnar já og og og
á ekki stíga á áruna mína hugsaði ég mjög rólega mjög hljótt hún heyrði ekkert í mér hugsa á á á og bara hélt áfram að stíga á og inn í áruna mína
merkilegur andskoti meistari lutin spyr mig: Gotta bug you can't get rid of? og bætir við: you´re not sick you just need love jæja já. það voru þá aldeilis fréttirnar. vill einhver meira kaffi?
ef þú veist um ágætis hótel í london þá máttu nú endilega láta mig vita..... á góðum stað, ekki allt allt allt of dýrt og eitthvað huggulegt bara en þarf ekkert að vera fansí
i don´t want you cus i´m sad and blue i just want to make love to you love to you held að nóvember sé að sigla inn í muddy fíling
El insecto De tus caderas a tus pies quiero hacer un largo viaje. Soy más pequeno que un insecto...... jájájá hann pablo sko
jæja ástin mín... þarna ertu þá þú og nóvember í fullum skrúða klædd dásamlegri dimmu jájá líst vel á ykkur bara

Billy Idol - White Wedding

heyrðu mig langar til útlandanna
stelpa: ég skal passa þig. þú dettur í hugann. er það ekki. mamma: hm? hvernig dettur maður í hugann? stelpa: þá dettur mar inn - í hugann. er það ekki.
Mynd
þráði þessi skriðdýr út úr fylgsnum innundir og upp innundir og út úr fylgsnum stökkva þau á mig þessi fögru skriðdýr hrella mig með ljóðum sínum og hrollvekja mig frá doða stíga með mér upp á táberg og narta þar í sigggróna sóla inn í blákalt blóðið heitan sannleika um söng um guð og kar fullt af svörtum orðum klæddum leðri reirðum raddböndum
í dag líður mér vel kannski ég raki mig undir höndum hægra megin vinstra megin aftur hægra megin og að endingu vinstra megin í þykjustinni þannig allt hægt hér í þykjustuveruleikanum örlítlll hausverkur
voðalega jólalegt þarna úti dingaling
Mynd

Josephine Baker - J'ai deux amours

Sunnudagur er góður dagur til að hlusta á hana Jósefínu.

We Float - PJ Harvey

stinghausverkur sem leiðir í gegnum auga vinstra megin var að koma af tvenns konar hjónabandsglæpum já það er ekkert grín að vera bundinn annarri manneskju á hverju horni er verið að tala um tilfinningar og tunglið í vímu sinni starstarir björtum augum á dansgólf stinghausverkur leggst á kodda góða nótt dúfurnar mínar
Auglýsing: KUNDALINI JÓGA - NÝTT NÁMSKEIÐ! Þrið kl. 8.30 og föst 12.00 (75 mín) 30. október - 21. desember Kennari: Ásta Arnardóttir www.this.is/asta Orkugefandi og umbreytandi jóga sem skapar jafnvægi í innkirtlastarfseminni og orkubúskap líkamans, eykur styrk og tengir djúpt við sköpunarkraftinn og lífsgleðina. Þegar við erum í jafnvægi eigum við auðveldara með að upplifa hamingju og heilbrigði í daglegu lífi. Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan er markvisst og skjótvirkt og nemendur finna fljótt umbreytingarkraft lífsorkunnar. Margir hafa á skömmum tíma fengið góðan bata á ýmsum kvillum s.s. streitu, kvíða, þunglyndi og upplifað styrk sinn og yndisleik með aukinni löngun til skapandi þátttöku í lífinu. Við erum skapandi veruleiki og allt sem við gerum eða gerum ekki hefur áhrif. Unnið er með öndun, jógastöður, möntrur, hugleiðslu og slökun. Jógaiðkun hefur í þúsundir ára hjálpað manneskjunni til að lifa innihaldsríku og hamingjusömu lífi í sátt við sjálfan sig og aðra.
það var verið að yrkja ljóð upp í tré um kynfæri og kaðall hékk niður við jörðu ég ákvað að láta sem ekkert væri eðlilegra og gekk hægum en þó öruggum skrefum fram hjá velti fyrir mér klámblaðinu á klósettinu og fann enga kemistríu á milli okkar frekar en blekkingu eða samruna og söngur um ímyndun og veruleika fótalausa fugla hauslausar raddir og rjóð kynfæri kynfæri sagði ég annars þá er fiskur í ofninum og kaka vertu heima
Mynd
já úfff þessi dagur farið að bresta í baki og úlnliðum hrörnandi gömul kona hold er mold já þessi tónlist er snilld
róttæk nægjusemi???
ég hljóp heim í þessu andskotans veðri hljóp heim í götóttum strigaskóm kannski er það slæmt fengshui að vera í götóttum strigaskóm en ég er komin úr blautum sokkunum og minn kæri bróðir reddar restinni af deginum djöfull hefur maður það nú gott þrátt fyrir andskotans veðrið með sitt reglubundna tilvistartesti teik mí jeee með kíttispaða hærra hærra hátt upp á sjónminjasafn
það er gott að hafa góðan tíma til að hugsa og lesa og vera með stelpunum sínum svo ósköp gott ég hélt tvö agnarlítil kaffiboð í dag nýbakaðar lummur með smjöri og osti eru ljúffengar viðtal við gyrði elíasson í menningarblaði fréttablaði dagsins er fallegt og vandað matarsódakaup samuel becketts meikaða uppá ísskápinn fékk fall konungs að gjöf og er þegar byrjuð að lesa, finn harm þar í aðsigi ég sakna faðmlagsins freyðivín er gott en galeiða leiðinleg held áfram að niðurhala og skordýratrúin temur mig
þandir vængir eða þannig, döh
bleyta vel í eplaediki og smyrja á mósaíkholdið plástra síðan vel yfir hafa skordýratrú og þolinmæði yfir nóttina
Og í tilefni af hinum miklu stólpum: grimmd og von, þá má ég til með að segja þér frá ást minni á því sem erfitt er að höndla en þó enn erfiðara að lifa án. Hér með lauslegri þýðingu minni á skálskaparorðum vinar míns: Ég hef elskað hana og ég hef aðeins elskað hana, og allt sem að varð vildi ég að yrði, einungis umhugað um hana, hvar sem hún var og hvar sem ég gæti hafa verið, í fjarveru, í óhamingju, í óhjákvæmileika dauðra hluta, í þörf fyrir lifandi hluti, í óráði verksins, í andlitum sem getin hafa verið af forvitni minni, í fölskum orðum mínum, í svikulum loforðum mínum, í þögn og í nóttinni, gaf ég henni allan minn styrk og hún gaf mér allan sinn styrk, svo styrkurinn er mikill, ekkert getur eytt honum, hún dæmir okkur, kannski til óumræðanlegrar óhamingju, en ef svo er, þá tek ég við þessari óhamingju og ég er óumræðanlega glaður yfir henni og við þessa hugsun segi ég eilíflega: “Komdu”, eilíflega er hún þar. Maurice Blanchot
það eru kafka dagar heima hjá mér og í þjóðleikhúsinu. gaman að því. mjá
Mynd
ohh svekkelsi. hélt ég hefði alið dóttur mína upp í góðri og gildri músík. bað hana að koma með mér á tónleika í kvöld. og henni leist heldur betur vel á það. jájájá. síðar heyrði hún að tónleikarnir væru með megasi. og þá er ekki sjens að hún ætli að fara. neibb. segir hún aftur og aftur og aftur. ég fer EKKI á megas. geeeeeerðu það vælir múttan með alls kyns mútum hægri vinstri. neibb. punktur. djöfulssss. þá bara horfir maður á laugardagslögin í staðin. döhhh. fór í kokkteilboð og út að borða í gær. ekkert í frásögu færandi en síðan rambaði ég inn á tvo bari og varð svo sorgmædd að ég bara drullaði mér heim upp úr eitt til að rífa helvítis sorgarsársaukann úr holdinu. jájá. ég er ekki ég. ég er annar. að lokum þessi skilaboð frá herra lúnitik: If you haven't had any crushing emotional experiences in the last three months you have probably been living in another Solar System.

L'ETOILE DE MER (1928) Directed By Man Ray

núna er nótt og mig langar í heitt súkkulaði með kanil
Mynd
hér gefur að líta löggilt gamalmenni dagsins:
Mynd
ég gæti hugsað mér að skreppa í hádegisbíó svona 2-3 svar í viku. það mætti auðvitað líka kosta svoldið minna. en já langar að hafa svona kvikmyndahátíð alltaf. núna er bíóstandið búið í bili. langar kannski bara að búa í annarri borg. ég veit það ekki. skreppa inn í nýjan og nýjan ramma af veruleika og dvelja í tilfinningalífi filmunnar. ég er búinn til úr skáldskap sagði hann kafka. að án skáldskapar væri hann ekki til. já en mér finnst sem við stöndum á snarbrattri brún. alltaf að passa sig að skrika ekki fótur í leðjunni eftir rigningar. pollurinn á brúninni virðist svo meinlaus.
Mynd
það myndi henta mér svo ágætlega að vaka um nætur og sofa dagana en það er víst ekkert sérlega hollt fyrir kerfið Frida Kahlo: Það sem vatnið gaf mér
var að lesa dæmalaust heilandi bók og hef séð svo dæmalaust góðar kvikmyndir í vikunni sem leið. það er sól úti og við mæðgur borðum kornflex og kaffi.
og fyrir krummaskinn og önnur children of the night: What is your sexual style? created with QuizFarm.com You scored as Violent You are violent. To you there is nothing better than a good spank. You like scratching and biting 'cause that's what people are for. Soft 75% Violent 75% Sweet 69% Shy 69% Exciting 63% Hot 63% Wet 44% Awkward 13%
Mynd
já með jesú á laugardagskveldi: What's your theological worldview? created with QuizFarm.com You scored as Classical Liberal You are a classical liberal. You are sceptical about much of the historicity of the Bible, and the most important thing Jesus has done is to set us a good moral example that we are to follow. Doctrines like the trinity and the incarnation are speculative and not really important, and in the face of science and philosophy the surest way we can be certain about God is by our inner awareness of him. Discipleship is expressed by good moral behaviour, but inward religious feeling is most important. Classical Liberal 86% Evangelical Holiness/Wesleyan 75% Emergent/Postmodern 71% Modern Liberal 64% Roman Catholic 46% Neo orthodox 43% Charismatic/Pentecostal 36% Reformed Evangelical 29% Fundamentalist 18%
þegar beðið er um merki þá birtast þau fyrr en varir. oft á hliðarlínunni. sem ég sit hérna mænandi.....
skemmtileg nýbreytni dagsins er að allir eru óskarsson: strákur óskarsson þú átt að sitja strákur óskarsson. þú mátt bara standa þegar ég líneik þula óskarsson segir. og hestur óskarsson núna átt þú að fara heim. ÓSKARSSON (nokkuð ströng í málrómi) komdu hérna. þú mátt fara bara í röðina. þetta var óvart elskan mín óskarsson (eilítið blíðari í málrómi). ég ætlaði ekki að berja þig óskarsson.
"Það er yfirvegaður andardráttur minn sem fær heiminn til að hljóða." og svona finnur þú merkinguna í deginum elskan og svona hreinsarðu skráargöt tilfinningalífsins og svona dæmirðu dólgana úr leik og svona leggurðu við hlustir og finnur slátt sem gæti verið hægt að treysta
Mynd
já ég er alltaf að stela myndum. þessi er af visual blogginu. þessi mynd sagði mér frá október. já ég veit. rúnk rúnk rúnk. og krúnk. kroppum svoldið saman í svefnlausri nótt. parkódínið virkar ekki. væri í góðu ef blókin þyrfti ekki upp á lappirnar eldsnemma. kannski get ég ekki sofið út af öllum afmæliskökunum í kroppnum. kropp kropp krúnk rúnk. jæja góða nótt.
Mynd
en ég get ekki sofið og ég kann ekki að ropa á næturna ég sendi þér samt slæðu af ropandi ragnarökum héðan frá landinu sem ekki er rop beibí bob og tár í takt við tímann þegar þú vefur henni um hárið og hylur á þér moldarsárið muntu heyra konurnar syngja: do you wanna ride inside my love
Mynd
þá er hún orðin 3ja ára litla skottan. man svo vel þessa nótt fyrir 3 árum. hún fæddist 2 mínútur í 11 um kvöldið (hm, eða var það 2 mínútur í 10...). og um nóttina sat ég með kaffibolla, langþráðan kaffibolla, spítalakaffibolla í hreiðri einu og þau sváfu í þyrniskógi. já ég sat þarna í þessu stóra rúmi í svörtum undirkjól með kaffi og nótt og þig undurfríða vera og horfði með allt umlykjandi ástinni sem vex út úr líkamanum
og í miðri mynd mundi ég hann ágústínus og hvernig hann talað um ástina um caritas og cupiditas á leiðinni út í munúðarfullt regnið nefndi doktórinn að það væri gott að vera ekki einn þegar manneskjan verður allt í einu í forgrunni gott að finna það, ástina grimmu, sönnu og líka munúðarfullt regnið með þér í þessu risi þegar heimilislausar dúfur kurra fyrir neðan
"mæli ég og legg ég á..." even rabbis, priests and imams need a little diversion and on a full moon too emotions run high with the tides and as we always say WATER IS UNPREDICTABLE já ég hef mína stóísku ró ennnn í gær fylltist þvottavélin endalaust af vatni og það vill ekkert fara í morgun var barnastóllinn á hjólið í algjöru ólagi allir tens í vinnunni hringt úr skóla eldri dótturinnar einnig bréf úr skólanum varðandi annað mál þegar ég kom heim var ljósakrónan brotin um allt gólf anda inn anda út brosa anda inn anda út jájá heima hjá mér er kyrjað alla daga: "mæli ég og mæli mæli mæli legg ég á og legg ég á og legg ég á baulaðu nú búkolla mín mæli mæli mæli"
æhh fjandans þvottavélin fékk stíflu í kransæð og er að niðurlotum komin... hvað gera konur þá?
Mynd
æh en ekki gleyma antonin artaud. það er ekki hægt að fjalla um súrrealisma og upphaf hans og ekki nefna artaud á nafn. en ég hef samt gaman af þessum útvarpsþætti þessa stundina. en mig grunar að þú hafir með höfrum misst af landinu helga í morgun og vil ég benda þér á að sá þáttur verður aftur á dagskrá annað kvöld. hann var nokkuð góður. því við sofum öll við varðmenn og vesalingar. já við sofum öll. í þessum þætti: landið helga, minnir mig já, þá var einkar gott viðtal við jón orm. hann kaupir til að mynda ekki avókadó ef það er frá ísrael. þegar við sitjum hérna heima og hlustum á útvarp. þegar við liggjum í kartöflu sófanum og erum búin að gleyma leiðinni og hugsuninni: "enginn er svartur töframaður og konan hans sjö....." og aftur og aftur vex þessi vanmáttur inni í mér og þér og mér og segir þér að borða meira eða minna eða hvorki né. og enn og aftur vex og vex óþolið í vanmættinum, því hvað á ég að gera við þennan heim sem mér var gefið. hvað ég ég að segja sem gæti
losna ekki við þetta nagg o nag í hjartað mitt. fór samt að vinna og fékk mér góðan göngutúr og fór í jóga og borðaði voðalega góðan mat og jájá þú veist allt þetta sem þarf að gera líka praktískt. fór í bónus og að síðan að sækja litlu skottuna og stóra skottan er í ferðalagi. og samt er ég hér bara hér að hugsa spíralskar debut-strúkt-ívan turginevískar hugsanir. djók. æh en samt...
"...hvernig get ég gert innri reynslu raunverulega í skáldskap" "Rithöfundurinn sjálfur er fyrsti lesandi og fyrsti gagnrýnandi síns eigin texta, og þó þetta gildi bæði um karlrithöfunda og kvenrithöfunda, þá vil ég leggja sérstaka áherslu á nauðsyn þess að kvenrithöfundur lesi sinn eiginn texta vandlega og með gagnrýnum huga, því hún þarf, ekki síður en kona sem er ein á ferð, að vera á verði. Sú gata skáldskaparhefðar sem hún gengur er margtroðin og lögð af karlmönnum. Kvenrithöfundur á það alltaf á hættu að láta blekkjast til fylgilags við snjöll tákn og fagrar líkingar sem eiga upptök sín í allt öðru viðhorfi yrkisefnisins en hún hefur, og leiða til skilnings sem kvenrithöfundurinn hefur - þegar allt kemur til alls - einungis tileinkað sér en ekki reynt. Hin kvenlega reynsla hefur þá ekki komist til skila." Tekið úr grein Svövu Jakobsdóttur "Reynsla og raunveruleiki. Nokkrir þankar kvenrithöfundar" sem hún flutti fyrst árið 1979. Þessi grein ásamt mörg
langar langar langar langar langar langar langar já svo ósköp margt og mikið komdu - var sagt svo fallega við mig í gegnum svíma og djúp skarkalafen. komdu bara. (og ég man eftir reynslu óvissunnar)
verð að skrásetja þetta hér svo ég gleymi ekki: í gær: "ertu góð stelpa? nei. ég er fjallorðin. haaa. ertu hvað? já ertu fullorðin. nei. ég er fjallorðin." í dag: "mmömmmsllurfvarörrs.... taktu út úr þér snudduna. mömmur eru með vör. haaa. já mömmur eru með varir. og líka stelpur. já og líka vör."
"já er hversdagsleikinn að drepa þig?" æ nei. hann er alveg ljúfur á sinn hátt. en á þessum ágæta rigningar mánudegi þá er hann reyndar nokkuð nálægur. áferð hans er kaldranalega mjúk. litla stelpan mín lagðist bara til svefns þegar hún kom úr leikskólanum. ég kveikti á kertum og setti í vél. uppvaskið bíður eftir þérmérþérmér. rennurnar eru stíflaðar á húsinu og ég snerti þig með hljóðunum sem myndast er fossast úr þakskegginu. bráðum kemur stúlkan með stóru vængina fljúgandi að vestan heim í kotið og það er alltaf gott.
Mynd
kannski hræðist ég hversdags- leikann. þessa tilteknu hugmynd sem er greipt í huga minn. þessi þræls- lundaða blekking. þar var ekki haldið í messu. þar var ekki verið að ríða. þar var ekki verið að dansa. þar var ekki verið að drekka gott kaffi, bara slæma uppáhellingu. þar var skáldskapur í fjarlægð og án snertingar. þar var hringt frá bankanum og mér bent á stæriláta vexti með blóðugan kjaft. í þessum meinta hversdagsleika bjó töluverð gredda í bankanum mínum. eftir hversdagslega innkomu í stofnunina var nauðsynlegt að fara út með illa lyktandi sorpið í gulum grísapoka. en fyrir utan þessa hræðslu þá er ég einhleyp með byssu í brjóstvasanum
það lekur af mér letin á þessum fagra degi. sveiattan. verkefni helgarinnar: flæðandi uppvask, flæðandi þvottur, flæðandi barnaherbergi. og þess vegna er ég úthrópuð á götum úti fyrir sköpun og mjólkurframleiðslu. rennur hreinlega lækurinn á eftir mér. og við hvert fótmál lepja kettlingar og hvolpar rennsli kirtlanna. sækja hjólið upp í skóla. skila vampírum á bókasafnið. fá sér kaffi: úps engin kort og engin regnkápa. æhi.
húmorsleysi er mjög hættulegt. já við komumst að því. jafnvel lífshættulegt. gæti dregið fólk inn í dauðagerði hjúpað blóðþyrstum þyrnum. sagnfræðingar þurfa að vara sig. en það var duflað við tekíla og dansaður róðradans í nóttinni.
lauryn hill hér og þá kemur powerið já og hann var sjórinn og ég sandurinn a a a a og guð kom og hann sýndi mér hvað ástin er a a a jó jó jó......djöfull er kaffi gott
annars er ég að hlusta á jamrioquai missti af fyrsta hluta af þýðingarspjalli...
Mynd
þegar hún hafði klippt á sér táneglurnar heyrði hún surgið í kaffikönnunni og ilmurinn lagði til hennar. hún hugsaði um hætturnar. sér í lagi þær sem ljóðið hafði innprentað í hana. um ráðin við svefnstöðum. um myndavélar og kynlíf. um drykkjarföng og afleiðingar streitukenndra hugsana. og antony syngur enn og aftur um að skína í myrkri. hún ákvað að fara niður í kjallara með sögina sína og saga þar í sundur gamla skrifborðið. saga þar til prinsinn á þýðingarhestinum kæmi með nýlagaðar muffins. vera róleg og saga bara og saga og hugsa um frelsi við að vera að saga gamalt tréverk. og antony er líka on fire. hann glóir þá í myrkrinu. í niðursöguðu skrifborðinu voru blóðugar æðar á víð og dreif. viðkvæmar og lýrískar æðar sem stundu af ánægjulegum sársauka. inn í borðinu var verið að hlusta á björk: I dare you to take me on
sá þig keyra fram hjá. ég leit við og þú stoppaðir. í baksýnisspeglinum þessi litla stelpa með úfið hár og brotið nef en engar blóðnasir. ég bjóst við að þú spyrðir mig hvar blóðnasirnar væru en í staðin bauðstu far og ég þáði eins og í leiðslu. þér var ekki brugðið og mér þótti vænt um þessa stuttu bílferð fram hjá ljóslausum ljósastaurum á blóðlausum stað. þú hægðir á þér og brostir hálf vandræðalega og við það mundi ég eftir gömlum sársauka. vandræðlegum sársauka og ég sagðist vera komin á leiðarenda en þú vissir allt um það. auðvitað. ég þakkaði fyrir og þú tautaðir eitthvað í kveðjuskyni. það var hálf tómlegt á götunni þegar bíllinn þinn með þér í var horfinn sýnum. og mig langaði að skríða ofan í malbikið og dvelja þar í hjólbarðayl.
þessi augu horfðu djúpt inn í mig og töluðu um sting í maga og ég veit að haustin bera með sér útsprungin ber sem héla í nótt (ég hljóma eins og bubbi) en alla vega ég er ekki í skapi fyrir bubba beibí né megas my man en kannski bob (i´m a poet i know it hope i don´t blow it) úfffff nei ekki það heldur hef verið úti að viðra hjólið og i stað þess að spæna upp í háskólabíó þá bara keypti ég grænkál og gulrætur í rólegheitum og drakk mitt kaffi á mokka undir góðu spjalli þegar dagurinn minn hófst þá fann ég áþreifanlega fyrir tengslum við það sem skiptir máli sem kallar á tíma fyrir pj harvey "i don´t need anything but you such a shame shame shame shame is the shadow of love and i was hypnotised from the first to the last such a shame shame shame shame is the shadow of love..."
Mynd
ég held að hún sé að rísa roðavon um endurnýjun á tengslum
heyrðu ´skan, fancy seeing you here... ef þú getur ekki horf á saladfingers hér á síðunni þá bara færir þú þig aðeins inn í þáttinn og svo eru þeir líka allir á tenglinum. ps. ég sendi þér allar ryðguðu skeiðarnar mínar í pósti.
hæ hæ áttu kærasta nei. en þú. nei. ok. viltu vera kærastinn minn. ég. nei. af hverju ekki. því ég get það ekki. ég er svo upptekin. og svo er ég ekki með typpi. nú. ég skil. ansans vandræði. er það. ertu orðin svon gröð. ég gröð. neeehei. eða þú veist ekkert að drepast úr greddu neitt. ég hef minn gúrkusafa og grænar baunir og hérna já þú veist allt svona græna mín væna komdu að sjæna eldhúsið. vá. held þú þurfir að fara að horfa á vampírumyndir. en ég horfði á eina í gær. já þá bara aðra í kvöld og enn aðra á morgun og alveg stanslaust þar til þér verður bjargað úr þessum vondu álögum sem þér hefur verið komið í af grænni greddu. en þetta er þráhyggja. ekki gredda. þetta er þráhyggja þú veist. substitute for love substitute for love..... lýðræðið er í eðli sínu lágfætt og hefur einfaldan smekk. lýðræðið myndi vilja kjötseyði fyrir svefn. blæ mí
Mynd
orð og mynd frá 12. september en í gær voru 34 ár liðin frá morðinu á salvador allende í chile, en ekki að það komi þessari mynd af visual bloggi neitt við né orðunum af bókmennthátíðinni. eða hvað... er ég nokkuð með maskara niður á hæla haaa þú veist það er svo mikil rigning og ég á hjóli já, hehh, neinei ekki enn. já það rignir. þvílíkt flæði. hvað segirðu hefurðu eitthvað lesið eftir hann haaa ég, neinei (af hverju ætti ég það nú hmmm) Kór (fimm konur í smóking): hugvísindin kalla á alla feitu kallana með peningaskallana ég hefi heyrt að hann sé leiðinlegur hann er víst ískaldur jájá örugglega roooosa kúl af hverju sé ég þig ekkert því ég er alltaf heima hjá mér já og ætlarðu ekkert að koma nei ég ætla að vera heima hjá mér Kór (fimm karlar með aflitað hár): hugvísindin malla áður en konurnar falla í haf þeirra sem spjalla já ó og eimuð hugsun ég er svoldið lúin en hringdu í mig
Mynd
jæja bókmenntahátíð ég þarf nú að drífa mig eitthvað á hana en á frekar erfitt með að komast það lítur út fyrir að vera mjög fínt málþing um þýðingar á laugardaginn ég er nokkuð kát finnst kúr og grænmetissafar óstjórnlega notalegt á þessum haustkvöldum þó ekki grænmetissafar með hvítlauk fiskur er líka ofarlega á listanum um þessar mundir sem og kanilte og ilmandi fólk

Salad Fingers - Episode Two

eye story

Mynd
Victoria Goldman: Pranam, 2003 jájájá algjörlega
hæ ég er að hugsa um að fara til nepals á þessu ári hugsa um já vildi bara skrásetja það og í dag er 5. september 2007 skrásetningaráráttan fælnin og allar þráhyggjurnar komiði með mér my love my love
Farliga drömmar Gå icke alltför nära dina drömmar: de äro en rök och de kunna förskingras - de äro farliga och kunna bestå. Har du skådat dina drömmar i ögonen: de äro sjuka och förstå ingenting - de hava endast sina egna tankar. Gå icke alltför nära dina drömmar: de äro en osanning, de borde gå - de äro ett vansinne, de vilja stanna. Edith Södergran
neineinei hvaða vitleysa. ég þarf að elska einhvern. maaaaaaaatur darling maaahahahatur!!!
ég þarf að drepa einhvern
andskotinn þú mátt ekki falla algjörlega ofan í meðalmennskuna haaaa þessi setning hefur verið að riðja til húsgögnum í heilahólfunum 7 sem eru hvert öðru óvirkara fyrsta datt í sjóinn og næsta var komið með heilabilun og gleymdi öllum réttum viðbrögðum það þriðja drakk kaffi og fjórða hlustaði á músík það fimmta reykti pípu á meðan það var á lífi en hið sjötta litla sjarmatröll pikkaði á lyklaborðið á meðan sjöunda talaði við guð
heima með veikar stelpur reyndar þessi sem ældi í alla nótt hún syngur núna hástöfum: HALDIÐ EKKI AÐ HÚN SÉ FÍN DANSI DANSI STÚLKA MÍN DÆÆÆMALAUST STÚLKA STÚLKA MÍN. blaður þvaður þetta klúra blogg raus. "ástin er ekki klúr" - heyrist hrópað út úr gömlu útvarpstæki frá 1950. búllsjitt ástin er nebblega ekkert annað en klúrt kandíflos. væmin, ofursæt og klístrandi klúr.
jæja jæja september og sunnudagur sveimér makalaus tilveran og í dag hef ég sofið umturnað einu herbergi borðað speltköku og afbragðskaffi hjá vini talað langt langt langt yfir haf til katmandu
krambúleruð í sjálfinu en blíður bitkoss heilar hugsunina
Frá Lutin í dag: SATURDAY AT THE MOMENT I DON'T THINK THERE'S MUCH MORE TO SAY, DO YOU?
á leiðinni heim úr vinnunni fékk ég mér rúnstykki á mokka með frumburðinum sem kom hlaupandi í rigningunni fyrir vöfflu. ooooog við versluðum okkur glingur í fríðu frænku. forláta sælgætisskál úr real fake silver. og einstaka plastperlufesti með fallega flagnandi bleikri húð á rauðu plastinu. jú jú og blomster í blómabúðinni. ekkert annað að gera en að svara kalli haustins. var í eymundsyni þegar sungið var um eitthvað óþolandi landslag minninga, úffffff. ég fæ hroll við svona líkingar. en jú það var líka komið við í músíksjoppunni og loksins náði ég að fá mér nýja megas. report síðar..... en bíddu það sem ég vildi segja er að ég gerði þá undanþágu að leyfa reykingar í fallega slotinu mínu fyrir mig eina á milli klukkan 19 og 19.45. og hér sit ég í undanþágunni með camparí og caprí í eldhúsinu og megas í stofunni. á leið í sextugs afmæli. lífið er eitthvað allt annað en hrollvekjandi landslag minninga. það er bara nokkuð bærilegt verð ég að segja.
pekanhnetu vínabrauð eru einkar ljúffeng
"sumarið er farið það fraus í hylnum eins og hvítt lín kom fyrsti snjórinn í nótt þrestirnir dansa á ísuðum línum en hér inni er allt stillt og rótt" jájájá ég stend við gluggann með bubba og úr tölvunni í eldhúsinu glamrar hann fyrir mig: "og ég get ekki og ég get ekki og ég get ekki og ég get ekki svarað því" og það gustar af og um fólk af ólíkum sökum
Mynd
langaði að segja ef þú skyldir lesa mig að það rignir hér hjá mér og það er ósköp notalegt ég fékk mér spagettí með súrsuðum paprikum og parmesanosti líka kóríander í eftirrétt var suðusúkkulaði þaninn ágústmánuðurinn leitar á mig í þessu nýafstaðna tungli og eftir yfirlið tunglsins og frekju annarra inngripa hef ég ákveðið að treysta engum orðum einungis stunum kurr og bí engisprettna og kælandi ég meina tælandi regn á bárujárns blautum hugsunum á bak við og ísköldu ístaði orð þín eru grafin með tönnum barna minna og typpahárum gamalla elskhuga (æ ég man aldrei hvort typpi er með ypsiloni - typpi - tippi - tæpt að standa í stafrófsbili og kaupa sér blautar caprí og ódýrt freyðivín, tæpara en blautt tyiyppi tælirófurassinn þinn) og ef önnur hár yrðu á vegi mínum þá fengju þau líka fallegan söng og heiðna greftrun meðal runna og ræfla ég er búin að fara með faðirvorið og ég hef ekki fróað mér í dag né sáð neinum fræjum í mold en hef verið að hugleiða að láta sesamfræin spíra eitthvað ve
i love the rain it wash the memory of the sidewalk múhaa ég held ég sé ekki meira lasin beibí beibí auðvitað lasin í skynjuninni en betri þó
hressa stelpan og veika mamman: hs: halló litla stúlka. og simpson minn. vm: haaaaaaaa hs: halló litla skotta, ertu veeeeeeeik? vm: mmmmmmmm hs: ég þarf að pissssssssssa. vm: já hs: ohhhh ég pissaði í kjólinnn minn. vm: æh hs: ég vil mjólk. hs: MJÓLK!!!! hs: elsku mamma mín má ég fá smá mjólk? vm: jájá hs: jájá. vm: hvað er að gerast? hs: í sjonvartinnu? vm: já hs: þah barra drasla kökonum. hs: hvartað gera litla skotta? þa er ekki búið. vm: ha hs: farrru litli koti. langar að horrra affffttttur mamma. með tásunum mínum. gerrru þah. með tvö sokkar. þa má ekki. MAAAAMMMMMAAAAA. vm: já. en mér finnst ekki gaman að láta öskra á mig. hs: hahahaha. jájájá. vm: ertu góð? hs: jamm. jájájájájájájá. ég ossssa góð. vm: ertu ástin mín. hs: neineineinei. þetta er ekki ástin mín. ég er líneik þula jónsdóttir. ég er nebblea þaððððð.
herra læknir: il doctore já sæll þetta er hinn il doctore, já hún stynur bara af verkjum madonna: do you know what it feels like for a girl in this world... hjálpi mér. hélt ég væri að fara að fæða af helluðu hríðarverkjakasti. læknarnir á læknastofunni stumruðu yfir mér. lyftu mér á bekkinn og keyptu kók með parkóíbóparkóforte. vinur minn kær kom til mín að hjálpa litlu stynjandi mér. jæja, þá er ég búin að væla og stynja hér og er öll önnur. kaþarsis og kók með 8-10 í útvíkkun. ég er ekki ólétt. en ég stend í þeirri meiningu að ég sé kona í heimi hér. dóttir mín bendir mér mjög oft á að þetta og hitt sé líka fyrir konur og þetta og hitt sé líka fyrir mömmur. eins og trönuberjasafinn við morgunverðarborðið, hann var líka fyrir konur. og bækurnar á bókasafninu er líka fyrir mömmur.
Mynd
um daginn var ég í veislu og þar sagði ég við kunningja á spjalli að ég væri barasta búin að vera inn í skáp en nú væri ég að koma út. eftir á að hyggja var ég hissa á þessari samlíkingu minni en ég hitti þó naglann þarna á sjálfan mig. naglann á haus minn og hjarta. hengdi mig upp með kjólunum mínum. hékk þar í dvala og rykféll eilítið. og nú að hausti þegar hamskipti náttúrunnar verða brátt að veruleika þá finn ég dauðar húðfrumur og flösuleg mynstur í hverju spori. sat nú og horfði á bókahilluna mína sem gnæfir yfir mér líkt og altari. þarna er meira að segja minn jesú á speglinum, hann horfir blíðlega í átt að gunnlaðarsögu, hm eða eru það textarnir hans megasar, jafnvel bókin um snertinguna. það er gott að vakna að hausti og fara að garfa í gömlum orðum, leyfa þeim að koma við sig kannski á nýjum stöðum. öll þessi orð sem gott væri að losna við. þau eru kannski ekki svo slæm, eða jafnvel eru þau mun verri en mig grunar.
Mynd
mjá við skotturnar höfum verið að vasast í að gera hallarkofann okkar fínann, erum alltaf líkt og nýfluttar hingað inn en nú er þetta að verða fínt hjá okkur og allar kisur hverfisins eru farnar að venja komu sína til okkar. hlustum á radiohead við morgunverðarborðið og sú litla fílar taðreyktan silung og parmesanost með sultubrauði og sódavatni. kaffi fyrir mig kaffi takk. það er sól úti og skipulag á kaosinu í kotinu. kisulórurnar mínar mjá mjá mjá kúra sig saman einstaka sinnum
finnst þessi þröngi gangstígur holóttur og brattur og ég held hreinlega ekki beinni línu svo ég er alltaf við það að renna til í steinvölum og undarlegum rótum sem teygja sig upp á milli...
fyrir utan setningar, melankólískt augnaráð og hraðar hreyfingar jason bourne þá flakka þessi orð í þessum drrrrrung tildæmis degi: "mamma, fiskiflugur eru verulegir skaðvaldar" "mamma, líneik þula er alveg hræðilega óþolandi" "mamma, mér er illt í rassinum" "mamma, loggaðu nú hurrrinni á eftir rér" "mér verður illt í maganum þegar þú ert döpur" og ég endurtek orð minnar ódrepandi hetju nútímaprinsinn þetta er ekki frétt í blaði, þetta er raunverulegt
ding dong nei drinnngdringgg nei þarna drrrrrrr drrrrruuuu mmm nei ok diddirrí og aftur diddirí hvað engin heima enginn svara enginn stoppa kaffiöskrin nei ég meina lestina enginn er fenginn í stenginn inn hm stoppið ding dind dung allar klukkur heims núna hvíslaði hún mjög reið sko inni í sér alveg eins og ég sem er svo klár og sæt og sexí þegar enginn sér stoppa ég vil vera þarna inni í húsinu með myrkrinu og fullt af hlaupandi fólki fyrir framan mig að kalla og tala og segja drrrrrrung drrrrung dring "mamma hvaaa...ertu ekki að fara að skera niður mangó MAMMMMMMMAAAAAAAhhh mangó" beint að hnífnum "rúsínur í skálina rúsínur í skálina rúsínur rúsínur rúsínur...."
"Listen! This is not some story in a newspaper. This is real." Jason Bourne
Mynd
undarleg tilfinning.... en fyrir utan nýfundin og framandi merkilegheit tilfinningalífsins þá er djöfuls drungi í mér
ég er ekki hér ég er fyrir utan steyptra múrveggja dansa þar á glerbrotum segi skál systur skál skál brúðhjón skál ástin mín ég verð að komast út af þessari bannsettu skrifstofu það þarf vart að taka það fram en helgin fyrir norðan var dásamleg verkir af ánægju um allar mínar rætur
jæja er að reyna að spæna mig í gegnum vinnuna til að ég geti nú farið í rokkna norður ferð í brúðkaup og stelpustand og til að leyfa lesendum að vita frekar um mína hagi þessa helgi að þá náði ég því mikla afreki að setja á mig naglalakk og það meira að segja líka á tásurnar vóhh en ég verð örugglega samt í sokkabuxum. var að spá í hvort ég ætti að fara í kókosbollusmurning.....
Þ: hvað heitirru þór? Þ: ég heiti skugga-baldur Þ: jaaaaá Þ: halló Þ: halló Þ: ertu drekur? Þ: er ég drekur? Þ: þú ert drekur. farðu drekur. en ertu litla drekinn? Þ: mjá Þ: jaaahahahaá. ertu litla drekinn. ertu litla drekinn. ertu litla drekinn? Þ: mjá ég er bara litla drekinn. Þ: ertu litla drekinn? halló halló halló halló halló... löng þögn Þ: hvað er að gerast. óh. úlfur. hehehe. drekurinn þ rymur lymskulega Þ: hahahahahhahahahahahhahahah. (alvarleg) ekki vera litla drekinn. halló. halló. ég þarf að fara til mömmu minnar heim. góða nótt. (koss á drekurann þ).
hæ elskan nei sorrí ég kemst bara ekki út úr húsi er orðin svo feit af sumrinu og komin með þvagleka af trampólíninu og hraða meltingu af rifsberunum úr garðinum síðan er kynhvötin alveg að sofna úr rið- og ráðaleysi elska þig samt þín þráhyggja sem kann að byggja hús á sandi úr túnfíflahjónabandi bæ
fyrsti dagur eftir dásamlegt sumarleyfi ég tek því barasta rólega anda rólega inn inn inn og rókorrírólega úúúúúúttttt þú veist með ástina og vonina eina að vopni þaheldégnú svo sá ég óskaplega lélega auglýsingu í blaðinu frá brimborg það voru innistæðilausar heilaslettur gróðarúnk og tóm tunna tæming túnfífla jájájá ok ég eldaði baunarétt um ellefuleytið í gærkveldi tíminn er óð skepna sagði kona nokkur og ég tek barasta undir það og kaupi mér dagkrem strax í dag með ástina sko í rifflinum plaffa niður brimborg
burn burn burn jájá það segir cash
næturhrafninn minn er vaknaður sem þýðir haust haust haus namminammmmmm í kvöldinu komu margir menn í heimsókn á elliheimilið þeir ilmuðu af þokka og karlmannlegum höfðingsskap faðmur þeirra ætlaði okkur konurnar að gleypa mig langaði næstum að hvísla: drink me make me feel real en var of feimin
Mynd
hæ ég dvel enn á elli heim ilinu hlíf á ísa firði það er ó sköp nota legt og dúkkan dólar sér á snúrunni fjarri flengingum hún fékk víst bláberjagubb yfir sig greyið en hún er öll að koma til líka græna ullarteppið og sjálf ætti ég auðvitað að hanga þarna með þeim fyrir að vera ekki nógu feng shuiuð í ristlinum en ég lofa að henda öllum ónotuðum gömlum smokkum þegar ég kem heim af elliheimilinu á vestfjörðum
Mynd
DRIFT www.this.is/elinh/elinhansdottir.html

Samuel Beckett

Mynd
ég ætlaði ekki að verða ástfanginn hún var bara svo ógeðslega falleg og það gerðist óvart sagði hann við ókunna konu á leið vestur og hún þagði skilningsrík hlustaði og horfði á veginn fyrir framan sig steypast undir hjólbarða og gráfallega rigninguna þú ert alveg glataður bókmenntafræðingur bætti hann við stuttu síðar já ég veit sagði hún og glotti út um gluggann hægra megin frjáls undan greddu í gerplu og loðinbrókar laxdælu hefðarinnar fallandi samt inn í malbikið og að hugsa um eitthvað annað en sylviu, edith og virginu hvað þá alla dauðu ástmennina við vorum elskhugar heyrðist út úr brennslunni í bílaleigubílnum já var það ekki gott það getur verið gott á meðan það er gott ha og hún man ekki allar merkingarnar og verðmiðana (mind the gap...) þarna er súðavík óshlíð á morgun dvel á elliheimili með makkintoss á ísskápnum og vinkonuna fögru á sveimi með tölvuvængina

Sylvia Plath: Lady Lazarus

i´m a poet i know it hope i don´t blow it bob er með mér já með okkur beib
Mynd
usss usss ég er hér á ísafirði og fallegar stúlkur lúra mér nær uss usss dirrindí og dreyminn drátturinn sumarið er tíminn haustið mun koma líka með slæður og slóða fyrir mig að fylgja heim til þín malarvegurinn og kakóið viskíið og rámt rökkur ræ ræ ræ sigli þessa góðu daga með ástunum mínum mjá kisurnar ætla líka að flytja til okkar og við gefum þeim harðfisk og mjólk þetta er besta sumarið sem ég man
jæja beibí i´m back in the húd back from búlgaría
já þessi draumur sem mig dreymdi um hádegisbilið þú með þessi flennistóru sólgleraugu í grænum íþróttagalla frá 1970 og hélst á loftlausum bolta
Mynd
hver þarfnast dagbókar og einkalífs þegar hún hefur blogg já hver þarfnast líkama í þessari sömu aðstöðu kommon kona khoodddu inn í mitt opinbera svefnherbergi hér sit ég með hvíta tölvu og bláan dildó dæmalaust eggjandi sambland svefnherbergið mitt er núna þessa stundina í líkamaleysinu á segafredo yfir kaffibolla og fokkasíu í dag hefur verið sofið þveginn þvottur borðaður morgunmatur hlustað á tónlist sofið þveginn þvottur hlustað á tónlist borðað já hugsa sér
Mynd
það er engum blöðum um það að fletta að þetta er pjúra þráhyggja elskan jee beibí beibí þráhyggjan lifir eigin lífi sem æxli í þínum eigin huga utan við bólstað og festu sálarholdsins mikla jee beibí beibí la bruja la bruja og konan með heilana tvo í sitt hvorum lófanum elskaði garðyrkjumann og garðyrkjumaðurinn kom í heimsókn hálfs mánaðarlega jee beibí beibí það sat tjörusmurð fluga á öðrum heilanum nartaði lítið eitt maríneruð af sjálfum sér og þráhyggju jee beibí beibí réttu mér byssuna réttu mér riffilinn kona þeir eru að koma þeir eru á eftir ÞÉR
ef þú bara hefðir augu í hausnum þínum jamm ...i don´t need no bible just look (in)to my eyes... í síðasta sendibréfi stílað á sendiráðið þá fór ég þess á leit auðmjúklega að þú lærðir að stynja upp réttum orðum á réttu augnabliki. að þú settir augun upp í hausinn þinn og að húðin þín falleg og ljúf lærði að anda upp á nýtt. áttavitalaust fólk er hættulegt fólk. mundu það. ég gleymdi að skrifa þér það í síðasta bréfi. mundu að tjörusmurð ratsjá með flugum er ekki vænleg til að ná landfestu. komdu með krabba í næstu ferð og allt verður gott.
haaa var það banameinið kaldhæðni magnað allar hurðir að sjálfinu steyptar og köngulærnar maður uxu út úr meinsúrum svitaholum sjæse samt sexí er það ekki neineinei dáin manstu dáin úr kaldhæðni óh eikó óh skil hvarf hún hann eða heimurinn hmmm uppskurður og endurlífgun ekki möguleg í frumskóginum neibbb núnú flugvél heim í kot að elskast þá á kostnað kínverska sendiráðsins díll
já ég komst að því að ma-ritgerðin mín er ekki hálmstrá lífs míns
ég er aaaalveg að fara í suuuuumarfrí!!!! dásamlegt (uppáhalds orð litlu skottunnar eftir að dásamlega konan kom í heimsókn) já það er sko dásamlegt að vera að fara í sumarfrí. og ekkert rugl. þuluskottið sagði í morgun: "eva mín heitir grímsdóttir. ég vaknaði mjög snemma í morgun með evu minni. ég ætla í sveitina með evu minni. eva mín kemur." fallegt. dásamlegt. en litla systirin og stóra systirin hafa ekki séð hvor aðra í 5 vikur. ótrúlegt. dásamlegt. því núna eru bara 3 dagar þangað til við hittumst allar saman.
þetta hefur verið verulega erfiður morgun. en sveimérþá ef ég er ekki skárri eftir þennan agnar pizzubita og kóksopa. og svo eru það nú björtu hliðarnar. jú jú ég er alveg stökk í þessum björtu hliðum tilverunnar bara sé hvítt myrkur hvert sem ég lít. en summsé, þó svo að mitt núverandi djobb fullnægi ekki mínum skapandi þörfum þá hefur það óneitanlega bjartar hliðar og bláar nætur. (nei nei). nei svartan legubekk sem ég lagði mig á. hafði bara ekki athugað þessa snilld fyrr. schnilld! man eftir dökkum hliðum þarna í gamla daga. haaahaha já nei en ekki núna neinei. núna hafa bara kvíði og áhyggjur tilvistarsorgarinnar flætt í hvarf ósnertra martraða. oh what a beautiful morning oh what a beautiful....bíddu ég ætla aðeins að faðma postulínið og strjúka legubekknum....jamm búin. i got this wonderful feeling everthings going my way. gvuð hvað það getur annars verið erfitt að vera svona rosalega sexí. einhvernveginn bara djobb út af fyrir sig. en já einmitt man veturinn 2000-2001 þá náðu d
og þar sem ég er að slæpast í vinnunni minni með ljóðabók og kaffi (nema hvað) og læt mig dreyma um fallegar köngulær að skríða yfir brjóstin mín, já þess vegna ætla ég að birta hér enn frekari skrif úr bók dagsins, bók sem mér líst vel á. sjáðu: S: En súrrealisminn... J: Ég skal alveg viðurkenna það að súrealisminn er þráhyggja hjá mér. Þetta skilur enginn. Í gegnum súrrealismann og þá aðallega André Breton koma hugmyndir sem hafa haft mikil áhrif á mig. Og það má segja að mér sé stýrt úr fortíðinni að þessu leiti. Annars les ég fullt annað en súrrealismann. S: Eins og? J: Síðasta skáldsagan sem ég lag sem mér finnst nokkuð góð er Falling Out Of Cars eftir Jeff Noon. En auðvitað hef ég aldrei náð mér eftir að ég las Finnegans Wake eftir James Joyce. Sem endar á þessari setningu: A way a lone a last a love a long the Brilljant bull. 628 blaðsíður af þessu. En takið eftir að ég las ekki James Joyce fyrr en eftir að ég samb-di Bygginguna. Villtu kaffi? Jóhamar. (2007) Skáldið á daginn -
mér líst mjög vel á nýútkomna bók sem ég hef hér fyrir framan mig. mjá. læt hér vaða: annars samdi ég ljóð um síðustu helgi það er einhvernveginn svona augu hennar svo lamandi að ég get varla dansað við hana vera í öðrum heimi alltaf með sjálfum mér fljúga um í mjúku rými og ætlast til einskis af þér þú prinsessa snemma morguns ég í öllu hér óteljandi dagar hafa farið eins og ekkert sé lengur þess virði að vera ég og þó og ég tala í huganum sem er inni í mér ánægður en engan veginn sólarupprás í Reykjavík köld er sólin Jóhamar.(2007). Skáldið á daginn .
kaffi og klaðamaur kaffi og klamedia kaffi og kannski kaffi og kæti kaffi og krummi neinei djok. bara kaffi og sukkulaði her. say my name say my name... fekk goða gesti i heimsokn i gær bjo til tunfiskpastað goða mikið af parmesan þuluskottið borðaði normalbrauð með hindberjasultu og mikið mikið af parmesan asamt banana og nypressuðum appelsinu sitronu epla engifer drykk i storu glasi. skalaði og bað um stelpumusik i kvöldinu. ekki straka ekki pabbamusik nei bara stelpumusik þvi við erum stelpur. juju nu er sumar gleðjast gumar... og stelpumusik gærkvöldsins var nina simone - love me or leave or let me be lonely you won´t believe me but i love you only...
kaffi og kleina ja
innra bærist sem betur fer alltaf þetta litla ljóð langdreginn losti undir yfirmáta rólegu yfirborði enn lengra er verið að rótarfylla og þar heyri ég í þunglamalegum borum tærnar kippast til titra og tæla sjálfan sig í hring
Mynd
Úr rjómatertuboði á flygli flögrandi mama in the húd womanhúd: Kapphlaup um nótt (improviserað) Ég hljóp um nóttu asfalt ísarnblátt um ördauð stræti, rennvot gljáð og hál, - ég hljóp, ég þaut með óttans ofsamátt, og ógndjúp þögnin hafði fegnið mál. Ég hljóp ég þaut í kapp við rökkurs rögn riðandi fætur hvatti skelfing beitt. Ég rak upp hljóð í heimsins dýpstu þögn - eitt hverfult bergmál, - svo var ekki neitt. Ásta Sigurðardóttir
allt rolegt og gott i dag er að borða prinspolo og drekka kok namminammmm... hlakka til næstunnar: horfa i augu skaldkonunnar i stykkisholmi vinna siðan eina viku og svo borgarfjörður að leika við skottuna sina og vera sko i friiiiii hitta saknisaknisakn stelpuna mina storu og stuttklipptu dömuferð til bulgariu!!! vestur a firði að dansa i solarlagi með umlykjandi astinni halda afmælisveislu taningsins norður a akureyri að bruðkaupast mmmmmmmmmmmmmmmm....hlakkahlakkahlakka
ljuft kvöld i gær en æh for of seint að sofa ligg her a lyklaborðinu i vinnunni
afreksvirki dagsins eru jú möhörg duddurrruuuu þarf að vakna snemma sakna þín hér
annsi hrædd um að eg se að missa bloggdampinn daddaraddaraaaa ertu að deyja elskan ur þurrki astleysi lungnakvefi æhh blessaður deyðu i dun og taktu sma parkodin inn i mjukan einveru svefn my love my love alveg eins og justin
"who will lay down their hammer? who will put up their sword? and pause to see the mystery of the Word carry me carry me carry me carry me away"
við nick fengum okkur rauðvín og horfðum á everwood fffoooookkkk ég er a missa legvatnið fooookkk ég er að missa af everwood og þér do you see what i see babe...
sveimerþa held mig se farið að langa aftur ætli það se ekki suttungamjöðnum að þakka ja eg eldadi meira ad segja goðan mat i gær og bauð einstaklingi i mat afrekskona hun eg ju og eg reitti lika fullt af arfa med dyggri hjalp 2ja braðum 3ja ara skottu og for a rolo og rolaði mer fullt og renndi mer ofan i sandkassann jamm ooooog tok ur velinni og setti i velina og horfði a shrek sko allt þetta eftir mjog langa vinnudag þetta veit a gott i´m back ufff og allt sem þvi fylgir grædi gredd grædi gredd grrrrrrugrigragrrrr
Helena Eyjólfs syngur til mín í huga mér - gömul kona með nýlagt hárið og með flottan rauðan varalit kom til mín, hvíslaði að mér því leyndarmáli að hún héldi jafnvel að hún gæti verið farin að gleyma sér svona örlítið og taldi að hugsanirnar væru einhvern vegin þynnri svo skríkti hún örlítið og spurði hvað mér fyndist hún ætti ða gera á 93 ára afmælisdaginn sinn - mjá la líf la líf
Mynd
þetta eru dulkóðuð skilaboð jebb líka flotta rigningarhljóðið í þessu kvöldi allt dulin skilaboð þarna má finna flöskuskeyti ef vel er að .... hux hux hux að farðu í bað og fiski-spað-i
ó þá náð að eiga jesú einkavin í hverri þraut.... sunnudagsmessan í útvarpinu "fyrirgefið og leitið fyrirgefningar eftir þörfum" ég skrapp í viku í hús í næstu götu og er nú aftur komin í húsið mitt í götunni minni og það er svo dásamlega gott. hef nú alla glugga hússins galopna og endurnýja loftið svo allt eiturgas fljúgi á brott úr mínum vistarverum. en það eru 10 opnanlegir gluggar í húsinu mínu. ímyndið ykkur bara hreinsunarferlið sem er hér í gangi. já líður vel á þessum sunnudagsmorgni. vaknaði við ljúfan koss á kinn og ástarorð í eyra. hugsa vestur á firði til allra fallegu skvísanna minna. svífa þar um í ýmsum ljóma. já merkilegt með þessa vestfirði. dóttir mín, fyrrverandi maður og fjölskylda, helgastan, bróðirinn og síðan fær maður skeyti og upphringingar frá fögrum fljóðum sem tala bara um vestfirði, fallega vinkonan og mentorinn, fagra bráin og brúnin og allur bræðingur lífs míns óma þarna frá djúpum dölum og ægifegurð fjalla. og sjá ég fer að gjalla hér og guma a
jú sunnudagurinn er að koma og oft er hann lutin aðeins á undan áætlun þannig að mig langar að deila honum með ykkur ástir og yndi. lutin og næstu dagar, þessar mundir eða summsé núið og falleg nepjan: SUNDAY THIS IS NOT A MOMENT FOR ROMANCE, GLITZ, OR FLIGHTS OF FANCY this is a moment for loyalty sincerity honesty and all acts that deepen relationships so come from the heart this is true both in business and personal life the heart contacts are the only ones that matter now even if there is pain, sorrow, or disappointment involved looking for the cheap thrill or the quick high or running around looking for alternatives to avoid reality will leave you feeling empty and even more lonely stick with the people who stick with you the keywords are loyalty honesty depth
krosslagðar hendur leystar úr læðingi og launsátri særinda sinna ég finn fyrir tannhjóli í holdi mínu sem hleypir blóði mínu í farvegi hvísla sér inn í háræðar tímalausra hugaróra drauma kannski þó ekki er rækilega staðsett í núinu á jörðinni hér og nú og ég veit að þú ert hjá mér elskan ekki vera hrædd ég er hér líka enn að minnsta kosti
Mynd
klukkutima göngutur er malid i morgunsarid eg kann sko ad rima sjadu en það eru engar kommur her og engar syklafrædideildarbeiðnar
Mynd
þegar hugur minn og hugur þinn mætast fjarri allri kaffidrykkju og öllum þeim korgi sem eftir situr þá finn ég lítinn kofa á lítilli sandströnd og við erum þarna að veiða silung á litla stöng og fiðrildi í gamlan háf af því bara og af því bara ég dreymdi það í einu af mínum mörgu ævintýrum um lífið í raunverulegri vöku
Mynd
mjú var að finna þessa stórgóðu og gömlu mynd af stúlku sem ég kannast við
...don´t try to change me hlusta hér á jet black joe og sötra kampavín fjarri myglusvepp
hjálp það er myglusveppur í lögnum að sljóvga mig svona þarf að hlaupa út séðig þegar dráp eru yfirstaðin og ég orðin frísk og fersk og froskur
ég verð svoldið þunglynd á sumrin ég verð svoldið þunglynd á veturna ég verð svoldið falleg á haustin ég verð svoldið æst á vorin ég er með mósaík vörtur ég er að hlusta á volta ég sé hver þú ert ég sé hvernig þér líður ég sé þig ég er með kaffi í maganum mínum ég er ekki með barn í maganum mínum ég fíla skrif geirs svanssonar ég fíla fugla djók ég ....æh af hverju má ég ekki segja mig og mér og allt það þú þarna þú þarna ég elska þig
come to me mr. blank tellya needya
mikið óskaplega finnst mér leiðinlegt að vera veik og sér í lagi að vera með óstöðvandi hósta væl væl væl er eitthvað svo mókuð og litla skottan mín skoppast hér um ég lá í rúminu og hafði mig svo fram úr að reyna að gefa greyinu eitthvað í malla kútinn en nei hún var nú búin að redda sér skottan nú sé ég eftir að hafa ekki tekið mynd af því sem blasti við mér í eldhúsinu hvítur stóll (hann er yfirleitt grænn) hvítt gólf (sem er yfirleitt brúnt viðarlitt) í hvítu mjúku spelthafi gólfsins voru svartir og brúnir kögglar á víð og dreif misstórir jú þetta reyndist vera a. valhnetukjarnar b. sveskjur c. kúkur "mamma þú verður nú að þrífa gólfið og stólinn. þetta má ekki haaaa!" og núna er ég búin að þrífa hósta og elda spaghettí og allir sáttir. hóst hóst. langar í eitthvað hóstadrepandi og súkkulaði og sushi. er algjörlega húkt á sushi um þessar mundir. þetta fer að nálgast fíkn verð ég að segja. hóst.
ég er lasin heima í húsinu mínu og í einu skoti í litlu barnaherbergi kemst ég á netið takk herra og frú nágranni
Mynd
hann sagði að hann ætti erfitt með að tengjast fólki sér í lagi þegar hann var barn en síðan hafi hann hitt konu dökkhærð falleg kona sem varð vinur hans hún var einmanaleikinn en málið var samt það að hún var ekki til í raun og veru bara í hinum heiminum hans sem að hann lifir í samtímis þessum hér og einn daginn frétti hann að fallega konan hefði dáið og hann varð mjög dapur og saknaði hennar, besta og kannski eina vinar síns saknaði einmanaleikans en hann varð að sökkva eða synda eins og hann orðaði það sjálfur og hann ákvað að synda svo talaði hann líka um að vera og verða ástfanginn þú veist að falla inn í ástina honum líkaði það að falla inn í reynsluna og vera á flugi hann las litla prinsinn sem kenndi honum margt fallegt og gott einfalda viskan er oft best einu sinni sá hann bara tölur og orð en núna sér hann andlit hann sagði að hann væri með asperger heilkenni og að hann sjái allt í myndum hann er að reyna að læra að vera hamingjusamur eins og við og það eitt skiptir máli
hvað er ég að hlusta á hvað er ég lesa hvað er ég að hugsa ég er ekki með náttborð en ég ligg á gærunni á kvöldin og les ekkert hlusta ekkert hugsa hugsa hugsa um þig og þig og þig ég lýg því eins og öllu öðru hér ég hugsa ekkert um þig og les doðrantana undir rachmaninoff og rauðvíni allar nætur þvæla í haus sem gaus múha en í alvöru þá mæli ég með þarna bókinni þú veist um hengdu konuna og tónlistinni þarna með andardrættinum æh þú veist þarna stunur og svo tyrkneskt kaffibandalag undir og jú mæli líka með köttum sem klóra
"jú það er fallegt innra sem ytra eins og allt sem í þér flæðir..." var sko að fá góðar niðurstöður úr blóðrannsókninni hmmm
hey....tenging nohh
held ég sé að verða tilbúin með dagsplanið kaffi og panini klipping jómfrúin: krabbi og hvítt varalit aftur oooog kyssa sæta strákinn á þriðja augað aftur varalit jájá gljáa djöfull er mér illt í hálsinum ok fáði þér sólhatt ok fáðu þér c-vítamín heim knúsa skottuna hringja í vestanskottið elska melska belska blók sem blæðir blómum blúbbbbb
við fjölskyldan höfum ákveðið að fara í sólarferð til búlagaríu eins og alvöru ellismellir... mikið óskaplega verður það nú ljúft, við fjórar dömurnar saman á tásunum já dömur - til hamingju með daginn
ég er með þórð á heilanum og svo er ég svoldið skotin í strák en hann heitir ekki þórður "ó hve sár er dauði þinn þú varst eini vinur minn einn ég stari í sortann inn með sorgardögg á kinn"
ekki bendá mig segir varðstjórinn þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn... já já já ég ábyrgist að sannleikurinn mun valta yfir þig fljótlega alveg hreint barasta á næstunni kemur hann lúmskur að vanda siglandi inn í heilabörkinn þinn greipist inn í fallega ofna berkju blandaða safaríkum minningum ekki bendá mig svona bara er þetta með sannleikann elskan hann mun krýna þig