Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2009
Hvernig á ég að fara að þessu ein. Alein. Þetta sagði hún. Og við þetta varð ég svo ósköp sterk og sorgmædd. Fann að í djúpinu blundar allur styrkurinn og líka þessi óskiljanlega sorg. Óslípuð og tær fegurð. Hvernig ber að takast á við þessa fjarska fegurð. Svo skreið hún inn í skáldskap: "Sá friður sem við þráum festir ekki rætur í heiminum" (Hannes Pétursson) Dvaldi um hríð þar til kláðinn fór að segja til sín.... Komdu - var það eina sem kom upp í hugann. Von og óvissa fæddi af sér frekara bergmál - komdu. Ekkó var horfinn inn í skóginn og líkami hennar orðinn að tré í Vesturbænum. Þögult reipi var bundið í eina greinina. Raunverulegt reipi sem gott væri að máta við slagæðar. "Flest er það í brotum sem við berum okkur í munn. Lokum nú augum eitt andartak. Hvílumst. Hlustum ef við getum á lífið - hina löngu hugsun" (HP) Ekkó ómaði áfram í leit að sínum Narkissosi og ég lokaði augunum eitt andartak.
"bara vera og ekki gera" sagði hún Kristbjörg já það er gott og blessað

A Tribute to Nina Simone

kannski voru það bara þessi blessuðu augu

IS IT TRUE

fór að vinna í morgun og litla skottan kom með til að vera mér til skemmtunar. jú og eftir nokkra tíma á hlöðunni var haldið í kringluna og svoldið af góssi keypt í sjoppum þar til að geta mögulega fegrað sig og aukið á yndi. þetta var hin ágætasta ferð og kortið ágætlega straujað en eftir að heim er komið með bónuspoka, nýja tösku, snyrtivörur og fleira í þeim dúr þá er ég eins og dauðyfli. aum og ómögulega þreytt en en en þó sátt við hið blessaða veraldlega stúss. mér varð hins vegar á að líta í spegil og brá all svakalega. hvað er að gerast - where is my style??? haaaa... og ég sem borða svona líka mikið af grænmeti og fer fjórum sinnum i viku í ræktina og er öll jurtuð upp. eiheins gott að ég var að bjútítjútíast þarna miðaldra í mollinu. en skottan litla er enn syngjandi hress alveg frá því í morgun og það er hreint svakalega hressandi.
litla skottan: (æpandi út um gluggann á eftir fólki) DREPA DREPA DREPA DREPA DREPA DREPA DREPA DREPA DREPA DREPA mamman: hvað ertu eiginlega að segja. þetta er ekki fallegt. viltu hætta þessu strax. litla skottan: nú af hverju? mamman: því það er ekkkert fallegt að æpa svona lagað. litla skottan: allt í þessu fína. en stuttu síðar: litla skottan: DREPA DREPA DREPA DREPA DREPA DREPA mamman: hættu nú að æpa þetta. litla skottan: en allt fólkið kallar svona. mamman: haaaa hvaða fólk??? litla skottan: nú allt fólkið í Simpsons!!!!
Í tílefni þessa fagra sumardags þá eldaði ég einkar fallegan og góðan sumarlegan mat: Bleikju með appelsínukaramellu rótargrænmeti!!!! Bleikja Krydd á bleikjuna: rifinn sítrónubörkur kapers maldonsalt pipar möluð sólblómafræ fersk basilíka ólívuolía allt hakkað vel saman og borið vel yfir bleikjuna í eldföstu móti - skellt inn í 200 gráðu heitan ofn Appelsínukaramellu rótargrænmeti: Nokkrar litlar kartöflur 1 stóra sæta kartöflu ca. 2 gulrætur Appelsínutrópí - 1 pela eða svo Hollan grænmetistening smá maldonsalt kókosolía 1-2 tsk pla nam fiskiolía Rótargrænmetið er skorið í þunnar sneiðar og steikt í kókosolíu með smá salti. Appelsínusafa bætt við og látið malla nokkuð. Grænmetistening og smá fiskiolía bætt við. Allt látið karamellast saman á lágum hita. Síðan er gott að setja appelsínugrænmetið yfir bleikjuna þegar borið er fram. Græn salat er einnig ómissandi með! Þetta alveg reddaði deginum ásamt góðu kompaníi dætra minna og öllum kertaljósunum. Gott hvítvín væri auðvitað snilld með
ég er svefngengill vorsins