Á meðan verið er að leita að viðeigandi nafni á heiti ráðherra þá baksar heimilisfólkið mitt einnig við tungumálið og kannski snýst það einmitt um að vera kyn. Yngsti meðlimur klansins finnst mjög gaman að uppnefna á góðlátlegan hátt. Mamma Putti, mamma skottapotta, mamma baddamamma og eitthvað álíka eftir því hvað er veggfóðrað í hugann þann daginn. Í dag fá allir á heimilinu viðnefnið TYPPI. Ég var nokkuð lengi að átta mig á því hvað stúlkukindin væri að staglast á. Mamma typpi og Eva typpi. Eða pippi eða ippi eða pikki - hmmm. "Halló mamma typpi" var sagt mjög glaðlega við mig í dag eftir leikskóla og fannst henni þetta ekkert meira óviðeigandi en þegar ég kalla hana alltaf skottu. En einhverja hluta vegna er ég alveg ótrúlega ánægð með að hún skuli ekki kalla mig píku. Halló mamma píka. neeeeeei. En eitthvað er það nú samt skrítið að mér finnist þægilegra af tvennu illu að vera einn fagran nóvemberdag kölluð karlkynskynfæri frekar en kvenkyns. Kannski vilja pabbar frekar verið kallaðir pabbi píka heldur en pabbi typpi. Haaaa. Skynjun tungumálsins fer að verða beyond my control....
Vinsælar færslur af þessu bloggi
SCOTT MATTHEW - White Horse
ég skal reyna ég lofa því að reyna eða er kannski bannað að segja það er það hálfkák og sama og dauði þú veist hálfhikák skák og mát en ef ég segi að ég reyni að gera mitt besta nei þá verður allt brjálað en ef ég segi ég ætla að gera mitt besta og að þegar ég geri mitt besta að þá er ég að reyna já þá get ég lofað því og ég lofa að hugsa ekki um bankamenn á nærbrókum með bindi á höfðinu ég lofa því að fara ekki og dingla mér með þeim og lakkrísnum ég lofa því ég lofa því og ég skal reyna að hugsa bara um pétur og úlfinn á hádegi því annars fer illa og alltaf þegar ég ætla að sýna af mér glæfraskap þá stekkur stígvélaðikötturinn fram eins og robin hood og rænir viljanum stingur honum í hægra stígvélið og vélar mig í sjóinn að leita að dauðum marglyttum
Ummæli