Á meðan verið er að leita að viðeigandi nafni á heiti ráðherra þá baksar heimilisfólkið mitt einnig við tungumálið og kannski snýst það einmitt um að vera kyn. Yngsti meðlimur klansins finnst mjög gaman að uppnefna á góðlátlegan hátt. Mamma Putti, mamma skottapotta, mamma baddamamma og eitthvað álíka eftir því hvað er veggfóðrað í hugann þann daginn. Í dag fá allir á heimilinu viðnefnið TYPPI. Ég var nokkuð lengi að átta mig á því hvað stúlkukindin væri að staglast á. Mamma typpi og Eva typpi. Eða pippi eða ippi eða pikki - hmmm. "Halló mamma typpi" var sagt mjög glaðlega við mig í dag eftir leikskóla og fannst henni þetta ekkert meira óviðeigandi en þegar ég kalla hana alltaf skottu. En einhverja hluta vegna er ég alveg ótrúlega ánægð með að hún skuli ekki kalla mig píku. Halló mamma píka. neeeeeei. En eitthvað er það nú samt skrítið að mér finnist þægilegra af tvennu illu að vera einn fagran nóvemberdag kölluð karlkynskynfæri frekar en kvenkyns. Kannski vilja pabbar frekar verið kallaðir pabbi píka heldur en pabbi typpi. Haaaa. Skynjun tungumálsins fer að verða beyond my control....
mér tókst að brenna stóra bleika mynd af marilyn monroe sem var í hvítum ramma á vegg í miðri íbúð og stuttu síðar læsti ég litlu dóttur mína inni og sjálfan mig úti tensjón sú stutta er þó þekkt fyrir einstak jafnaðargeð og fannst þetta alveg óskaplega skemmtilegur leikur sem betur fer og náðum við með miklu brasi að koma lyklinum undir útirdyrahurðina og lauma honum af kyppunni - hún er algjör snillingur ég lá á gólfinu með kertaljós þar sem rafmagnið er farið af ganginum og þar með af útidyrabjöllunni og þetta hafðist þegar ég loks gat opnað inn þá stóð skottan dansandi og kallaði með tilþrifum og útbreiddan faðminn: ó mamma mikið ertu dugleg!!! stóra yndið skokkaði út í ísbúðina eftir svaðilfarir vorar við fengum okkur því ís og heita sósu og horfðum á korní ástarræmu fyrir fallegu fjölskylduna í sviðalyktinni
Ummæli