Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2011

James Blake - The Wilhelm Scream

Mynd
Mynd
Talaði við öskuna í morgun og fann limina bærast í duftinu. Það hringlaði í hlekkjum um úlnlið og sköflung. Úr loftinu hékk órói úr gulum lyklum og í næstu íbúð var verið að hlusta á Aerosmith. Askan hefur hvíslandi rödd og selur mér sælu fyrir blóðdropa. Einn dropi á dag - syngur hún til mín sínar hvíslandi serenöður. Einn dropi á dag... Andy Kehoe: Songs of the Dead

Heavy sentences by Joseph Epstein - The New Criterion

Heavy sentences by Joseph Epstein - The New Criterion

Leonard Cohen - bοοκ of longing

Mynd

Leonard Cohen - A Thousand kisses deep

Mynd
Mjög skyndilega sameinaðist þema dagsins í Kanada. Vegurinn lá til Kanada þar sem hættulegir birnir búa og stórkostlegir elskhugar. Stúdentarnir voru frá Kanada og það barst bréf yfir hafið frá Kanada. Litla stúlkan í útvarpinu var á skipi sem sigldi alla leið til Kanada. Ég fæ mér Canada dry í tilefni dagsins og steiki fisk í raspi. Svoldið rotin í hausnum og hjartað í formalínskrukkunni er farið að spíra á svo óþægilegan hátt. Rætur sem leita hringinn í kringum vöðvann og upp úr formalíninu. Þær þrengja að. Kannski langar þeim alla leið til Kanada. En sjálf veiti ég fiskinum á steikarpönnunni alúðlega athygli. Það er gott að hafa Kanada staðsett á litlum punkti á stærð við augntóft í útvarpinu fjarri fiskinum á pönnunni minni. Held þetta sé þorskur.

Billie Holiday - Love Me Or Leave Me

Mynd
Mynd
Mynd
Konan hefur ákveðið að taka gleði sína á ný þrátt fyrir að kunna ekki að sjarmera manneskjur nema með fúkyrðum. Hún hefur ákveðið að gefa skít í allt nema ástina og vináttuna og guð og skella sér bara í sumarfrí. Kaupa sér kjól og kampavín og eiga dásamlegar vikur framundan. Hún mun skafa af sér volæði og velling og æða á tónleika og í plokkunartrans stúta öllum streitubaugum heims síns og la di da útskrifast og hitta alla sem hún elskar svo mikið. Hún er þegar farin að iða í öllu sínu fagra skinni við tilhuxhuxhuxunina.... Ron Hamad: Here, 2011
Í dag langar mig svoldið að hverfa. Stundum vakna ég með þessa tilfinningu og það er svo magnað að hverfistilfinningin spyr ekkert hvaða dagur er. Hún bara mætir og hugsar allt í hvarf. Ég nota þakklæti sem vopn á hana og það kemur nú fyrir að það dugar svona langleiðina þá fer hún sjálf í hvarf eða lætur í það minnsta lítið fyrir sér fara. Í dag væri kjörið að fara í kirkju eða á myndlistarsýningu. Beita hverfistilfinningunni óvæntum brögðum. Hún er hávær og lætur illa, berst um á hæl og hnakka fjandakornið. En svo man ég eftir því að maður á víst ekkert að berjast við hvarfið frekar en ástina eða jafnvel óttann. Viðurkenna og taka í taumana. Ganga inn í hvarfið og skoða mig um, laga te eða baka jólaköku í hvarfinu. Hverf ég þá eða breytist tilfinningin í andhverfu sína. Ég strýk melankólíunni um feld sinn og segi henni að þrátt fyrir allt sé hún falleg á sinn dapurlega hátt.

Dream On

Mynd
juuuminn ég var alveg búin að gleyma þessu lagi....