Í dag langar mig svoldið að hverfa. Stundum vakna ég með þessa tilfinningu og það er svo magnað að hverfistilfinningin spyr ekkert hvaða dagur er. Hún bara mætir og hugsar allt í hvarf. Ég nota þakklæti sem vopn á hana og það kemur nú fyrir að það dugar svona langleiðina þá fer hún sjálf í hvarf eða lætur í það minnsta lítið fyrir sér fara. Í dag væri kjörið að fara í kirkju eða á myndlistarsýningu. Beita hverfistilfinningunni óvæntum brögðum. Hún er hávær og lætur illa, berst um á hæl og hnakka fjandakornið. En svo man ég eftir því að maður á víst ekkert að berjast við hvarfið frekar en ástina eða jafnvel óttann. Viðurkenna og taka í taumana. Ganga inn í hvarfið og skoða mig um, laga te eða baka jólaköku í hvarfinu. Hverf ég þá eða breytist tilfinningin í andhverfu sína. Ég strýk melankólíunni um feld sinn og segi henni að þrátt fyrir allt sé hún falleg á sinn dapurlega hátt.
mér tókst að brenna stóra bleika mynd af marilyn monroe sem var í hvítum ramma á vegg í miðri íbúð og stuttu síðar læsti ég litlu dóttur mína inni og sjálfan mig úti tensjón sú stutta er þó þekkt fyrir einstak jafnaðargeð og fannst þetta alveg óskaplega skemmtilegur leikur sem betur fer og náðum við með miklu brasi að koma lyklinum undir útirdyrahurðina og lauma honum af kyppunni - hún er algjör snillingur ég lá á gólfinu með kertaljós þar sem rafmagnið er farið af ganginum og þar með af útidyrabjöllunni og þetta hafðist þegar ég loks gat opnað inn þá stóð skottan dansandi og kallaði með tilþrifum og útbreiddan faðminn: ó mamma mikið ertu dugleg!!! stóra yndið skokkaði út í ísbúðina eftir svaðilfarir vorar við fengum okkur því ís og heita sósu og horfðum á korní ástarræmu fyrir fallegu fjölskylduna í sviðalyktinni
Ummæli