krosslagðar hendur leystar úr læðingi og launsátri særinda sinna
ég finn fyrir tannhjóli í holdi mínu sem hleypir blóði mínu í farvegi
hvísla sér inn í háræðar tímalausra hugaróra
drauma kannski
þó ekki
er rækilega staðsett í núinu á jörðinni hér og nú
og ég veit að þú ert hjá mér elskan
ekki vera hrædd
ég er hér líka
enn að minnsta kosti

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi