já...þegar litið er á möguleika einstaklingsins þá verða þeir ekki skilgreindir út frá hamingju heldur frelsi

"Við vitum ekki til hlítar hvað orðið hamingja merkir og enn síður hvaða raunverulega gildi það felur í sér. Það er engin leið að leggja mælistiku á hamingju annars einstaklings og það er alltaf auðvelt að segja að þær aðstæður sem maður vill troða upp á hann muni veita honum hamingju. Þeir sem hafa staðnað eru gjarnan sagðir hamingjusamir en með því er gefið í skyn að hamingja sé stöðugleiki. [...] Hver einstaklingur sem finnur hjá sér þörf fyrir að réttlæta tilveru sína finnur einnig fyrir óskilgreindri þörf til að víkka út eigin mörk og takast á við fyrirætlanir sem hann hefur valið sjálfur. En það sem skilgreinir á einstakan hátt stöðu konunnar er að þótt í henni búi sjálfstætt frelsi, eins og í öllum manneskjum, þá uppgötvar hún sig og velur að vera það sem hún er, í heimi þar sem mennirnir neyða hana til axla hlutverk Hins."

Simone de Beauvoir í þýðingu Torfa H. Tulinius.
Finnst þetta vel við hæfi núna þegar hugtök eins og hamingja og stöðugleiki eru ítrekað afbökuð og notuð gegn einstaklingsfrelsi og ekki síst kvenfrelsi. En Hitt kynið er hins vegar frá árinu 1949, jamm það fara summsé bráðum að verða sextíu ár frá því að bókin kom út, en þetta íslenska þýðingarbrot er frá því að útgáfa bókarinnar varð fimmtug.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal