sipp og hoj
í gærmorgun bakaði ég þetta fína brauð sem ég fiffaði upp með gamalli uppskrift:

5 dl spelt
1 dl hveiti
1/2-1 dl haframjöl
1/2 dl hörfræ
salt
örlítinn kanil
slatti af lyftidufti um 5-6 tsk.
2 1/2 dl AB-mjólk
2 1/2 dl vatn

Þurrefnum bætt vel saman. Síðan restin sett út í og lítillega hrært í. Skellt í form með bökunarpappír og í ca. 170-180° heitan ofn.

Mjög gott að hafa kóríanderpestó á þetta brauð, nú eða bara hið klassíska: smjör og ost.

Ummæli

Bíbí West sagði…
heyrðu elskan mín
áttu ekki uppskrift að öllum þessum húslegheitum handa mér?
það er eitthvert þróttleysi yfir heimilisverunni - eins og hún leggur sig.
Já og svo lovejú líka tú píses...
krumma sagði…
vóóóó bettý crocker chillaðu aðeins
Fía Fender sagði…
mikil uppsveifla í sláturgerðinni elskurnar....

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal