kaffibrúsakellingin kjagaði heim á leið
djöfull er lífið gottttttt
og þessir litir í náttúrunni núna þeir gera mig næstum graða
ég sagði NÆSTUM
engan dónaskap sko
bara eintóm stilla
nei ekkert stóðlíf elskan
rauð ber á brúnleitum blöðum blasa hér við mér úr eldhúsglugganum
gólfið mitt framleiðir bleikt ryk
og ég anda barokktónum
fjandi fínt líf
meira kaffi takk

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

cig harvey: you look at me like an emergency