"Með kassamyndavélinni varð bylting í viðhorfi fólks til fríðleikans og augnabliksmyndin varð til. Hana gátu þeir tekið sem voru lágt settir í listinni. Hún var afhelgun ljósmyndarinnar og fólk hætti að "fara á stofur". Nú gátu allir tekið myndir við öll tækifæri, oftast af venjulegu fólki undir húsvegg eftir ánægulegar veislur eða samsæti, ekki samfarir, meðan saðningin, ekki fullnægingin, sást enn í líki raka á andlitinu. Ef útkoman fór eftir útlitinu og grámi filmunnar breiddi ekki yfir það við framköllun, þá sögðu að minnsta kosti frænkur með góðri samvisku: Elskan mín, það er ekkert að marka þessa mynd af mér."

Guðbergur Bergson, úr formála í bók Sigurðar Guðmundssonar: Situations

Ummæli

Fía Fender sagði…
hvaða spam þrugl erðetta?

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal