hmm...laugardagur já og 20. maí og svo mikið um að vera. sem er svo sem ágætt. Mikil tónleikavika þessi hér. CocoRosie bara gjörsamlega tóku anda minn á loft. Þær eru æði. Mikil upplifun að sjá þær systur. Og við systurnar dönsuðum saman undir þessu og hvísluðumst á tungumálinu sem bara systur skilja. Því það sæmir systrum í raun. Og hvað meira hef ég verið að bardúsa. Jú fór upp í Borgarfjörð eina nótt sem var ljúfastaljúft. Með bróður og systur úr teyminu. Þar var haldinn árlegur teymisfundur. Enginn humar í ár en annað grillmeti og drykkir rauðir. Síðan grétum við okkar næturdrottningu og töluðum um ómöguleika frelsis. Einmitt það. Brunað var í bæinn snemma í sól og ég skundaði á Söguþing. Bara á eina málstofu þá en það var nú aldeilis nóg fyrir þann daginn. Ég hef aldrei upplifað annað eins í hinu óþolandi síviliseraða akademíska umhverfi. Tilfinningarnar rísa innan fræðanna. Og þá meina ég alvöru tilfinningaástand. Fólk titraði af bræði og svo var hoppað um í stívélunum sínum. Þessum gulu og grænu með hello kitty myndinni á. Hoppað svona og skoppað og leðjan skvettist um í svamlinu. En já - þetta var áhugavert. Þó fræðileg umfjöllun hafi ekki verið kannski í hávegum að þá er þetta ástand mjög spennandi. Tilfinningauppgjör innan fræða hlýtur að kalla á breytingar. Eða hvað eða hvað. Hvað veit ég? En auðvitað var sumt fyrir neðan allar hellur og annað bara svona jájá nokkuð áhugvert. Til dæmis tilraunamennska innan fræðanna sem mikilvæg og jákvæð nálgun. En nóg um þetta blaður þarna. Klór og flór í augun og allir að verja sín vígi. Og þá fer ég að hugsa um myndina Skuggar og þokur (eða var það þoka) - eftir Woody Allen. Hann alla vega gekk um í skuggalegri þokunni með pipar í vasanum til að geta varið sig fyrir hinu óvænta. En þá er það dagurinn í dag. Ætla að kíkja á nýju bókabúðina sem opnar í dag. Skunda eitt og annað. Það er allt í drasli hérna. Allt í rúst. Og dóttir mín skæruliðinn sér um sjóið. Miriam Makeba í kvöld. Rauðir drykkir? Veit það ekki....gæti verið gæti verið ást já gæti verið. Með ást.
The Substance er meistaralega gerður hryllingur frá Coralie Fargeat sem er bæði leikstjóri og handritshöfundur. Ég var búin að hlakka til að sjá myndina og bjóst við að það yrðu fáir í bíó á mánudagskvöldi í leiðinlegu veðri og myndin búin að vera um nokkurt skeið í sýningum. Ég elska sko að vera ein í bíói. En nei, nei það var mjög gleðilegt að sjá allt þetta fólk í Bíó Paradís. Við Þula fengum okkur kók og popp og helltum strax heilu glasi af gosi niður á gólfið í sætaröðinni okkar. Þetta slímuga sæta gos sem rann um gólfið varð mjög einkennandi fyrir kvikmyndina. Þegar myndin var búin hafði gosið gufað upp en eftir var ósýnilegt klístur. Elisabeth Sparkle hin fimmtuga sykursæta stjarna í fitness og kvikmyndabransanum þar sem útlits- og æskudýrkun er allsráðandi, endar einmitt sem klístur á gólfi og hverfur að lokum endanlega. Framleiðandinn Harry sem minnir óneitanlega á Harry Weinstein skiptir þessari „gömlu konu“ út fyrir nýja og unga útgáfu. Í gegnum alla kvikmyndina hugsað...
Ummæli