Í tílefni þessa fagra sumardags þá eldaði ég einkar fallegan og góðan sumarlegan mat: Bleikju með appelsínukaramellu rótargrænmeti!!!!

Bleikja

Krydd á bleikjuna:
rifinn sítrónubörkur
kapers
maldonsalt
pipar
möluð sólblómafræ
fersk basilíka
ólívuolía

allt hakkað vel saman og borið vel yfir bleikjuna í eldföstu móti
- skellt inn í 200 gráðu heitan ofn

Appelsínukaramellu rótargrænmeti:
Nokkrar litlar kartöflur
1 stóra sæta kartöflu
ca. 2 gulrætur
Appelsínutrópí - 1 pela eða svo
Hollan grænmetistening
smá maldonsalt
kókosolía
1-2 tsk pla nam fiskiolía

Rótargrænmetið er skorið í þunnar sneiðar og steikt í kókosolíu með smá salti.
Appelsínusafa bætt við og látið malla nokkuð. Grænmetistening og smá fiskiolía bætt við.
Allt látið karamellast saman á lágum hita.

Síðan er gott að setja appelsínugrænmetið yfir bleikjuna þegar borið er fram.
Græn salat er einnig ómissandi með!

Þetta alveg reddaði deginum ásamt góðu kompaníi dætra minna og öllum kertaljósunum.
Gott hvítvín væri auðvitað snilld með - en það bíður betri tíma.

Sumarást til ykkar!!!

Ummæli

krumma sagði…
hvar finnur þú þetta sumar elskan, held ég verði að flytja í melhagann til þín
Fía Fender sagði…
innra elskan innra með þér - það er hvort sem er ekkert mark takandi á heiminum hið ytra
múhahahaha
krumma sagði…
sem fyrr mælir þú af meira viti en gengur og gerist mín yndislega, þú ert minn gúrú

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal