ég heyrði sírenur kyrja út úr útvarpinu í eldhúsinu
fann gaslekann liðast til mín úr loftræstikerfinu
þóttist ekki taka eftir neinu og hélt áfram að vélrita
finn sjálfvirka fingurna framandi á kjúkunum
og gasið magnast í liðunum
heróínmeistarinn framreiddi marens nýbakaðan
og horfði ólundarlega í átt til mín
því hann misskilur ástarþrá sem stelsýki
veit líka allt um samsærið
rukkarinn hefur engar hendur
aðeins typpi og stórar nælur
greyið

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi