Límónusunnudagur
Takið fram grænt glas á fæti. Gott að það rúmi nokkuð gott magn af vökva. Því næst er það bleikur sítrónukreistari úr plasti. Handfjatlaðu græna límónu af festu. Rúllaðu henni milli fingra og hugsaðu um salt. Því næst tekurðu beittan eldhúshníf úr efstu skúffu. Með einu handtaki vegurðu límónuna í tvennt. Þú kreistir safaríkt lífið úr báðum helmingum og hellir í græna glasið. Þetta stóra einfætta. Þá er það lokahnykkurinn. Þú fyllir upp að barmi með ísköldu sprikklandi sódavatni. Fullkomnun í annars ófullkomnum heimi.