Gleði gleði gleði sumar

Skynjun á heiminum og okkur sjálfum í þessum heimi gerir okkur víst að manneskjum. Þar er sköpunin, í skynjunni á öllu havaríinu. Dagurinn i dag er örugglega einn mikilvægasti dagurinn skynjunarlega séð fyrir þessa litlu þjóð sem er einangraðri en hana grunar þrátt fyrir allt tal um glóbaltengingar og heimsþorp. Hver þjóð er svo afmörkuð í sínu litla húsi og girðingunni umhverfis húsið og þegar langt er yfir í næsta hús þá verður skynjun af þessum heimi háð vegalengdinni að limgerðinu. Sumardagurinn fyrsti er ávallt tímamót í huga og hjarta hvað sem líður veðri og öðru vafasömu til leiðsagnar. Treystu bara á þína innri rödd og allt fer vel.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal