Kaffiilmur, kertaljós og KK spilar morguntóna. Nokkuð korní barasta. En dásamlegt. Mynd gærdagsins segir allt sem segja þarf um þann dag. En í dag er allt betra. Hálsáverkarnir eru jú enn til staðar eftir að mitt alveg hreint ágæta garmslega hjól taldi sig hafa vængi. Læknar hafa tröllatrú á Íbúfeni. Feni já. Það er eiginlega sama hvað ég segi við lækna þeir stoppa mig í miðri setningu með orðinu Íbú....búhú...júhú. Svo ég tek bara mitt Íbúfen og drekk mitt kaffi. Og hér með viðurkenni ég að ég hlakka til jólanna. Þrá dagsins:

Ummæli