Að vísu fann hann til sársauka í öllum skrokknum en honum þótti sem sársaukinn færi smám saman minnkandi og myndi að lokum hverfa að fullu. Hann fann varla lengur fyrir rotnaða eplinu í baki sínu og bólgunni í kringum það sem var alþakin mjúku ryki. Hann minntist fjölskyldu sinnar með hlýhug og ást. Sú skoðun að hann yrði að hverfa var vísast enn ákveðnari hjá honum en systur hans. Hann dvaldi við þessa tómlátu og friðsamlegu þanka uns turnklukkan sló þrjú að nóttu. Honum auðnaðist að skynja upphaf dagsbirtunnar úti fyrir glugganum. Síðan hneig höfuð hans viljalaust alveg niður og síðasti andardrátturinn leið veikburða úr nösum hans.

Kafka, Franz. 2006. Umskiptin/Die Verwandlung. Þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson. Háskólaútgáfan, Reykjavík.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Madrigal