jæja ég er nú alveg farin að sjá tvo til þrjá daga fram í tímann. litla skottið sefur síestuna sína. stóra skotta er í danmörku. fallegi sambýlingurinn minn horfir á fótbolta í kópavogi. og hún ég þvæ þvott, borða plómur og tölvast. fór annars í fyrsta sinn á ruby tuesday í hádeginu. jájá einmitt það. það var nú í góðum hópi fólks og ljúf stund en ekki get ég nú hrópað húrra fyrir þessum skyndibitastað. í kvöldinu ætla ég að japla á fiskisúpu og dreypa á hvítvíni mínum æskuvinkonum til samlætis. já ég held ég hugsi ekki um neitt nema hvað ég borði eða ekki borði. ekkkkkkert annað. jamm og svo ætla ég að horfa á brokeback mountain seint í kvöld. sko ég hugsa helling fram í tíman.
Vinsælar færslur af þessu bloggi
SCOTT MATTHEW - White Horse
ég skal reyna ég lofa því að reyna eða er kannski bannað að segja það er það hálfkák og sama og dauði þú veist hálfhikák skák og mát en ef ég segi að ég reyni að gera mitt besta nei þá verður allt brjálað en ef ég segi ég ætla að gera mitt besta og að þegar ég geri mitt besta að þá er ég að reyna já þá get ég lofað því og ég lofa að hugsa ekki um bankamenn á nærbrókum með bindi á höfðinu ég lofa því að fara ekki og dingla mér með þeim og lakkrísnum ég lofa því ég lofa því og ég skal reyna að hugsa bara um pétur og úlfinn á hádegi því annars fer illa og alltaf þegar ég ætla að sýna af mér glæfraskap þá stekkur stígvélaðikötturinn fram eins og robin hood og rænir viljanum stingur honum í hægra stígvélið og vélar mig í sjóinn að leita að dauðum marglyttum
Ummæli