líklega bíð ég eftir að hugrenningartengsl leiði mig áfram að einhverju sem vex út úr náttúrunni einni alveg af sjálfum sér og segist búa yfir ástríðu og mikilvægi. líklega bíð ég eftir því á meðan ég snýti mér endalaust í hvíta taubleiu og hósta á mig götum til að hleypa öllum eiturgufunum út og upp til himna þar sem guð tekur á móti þeim með skjannahvítar og beinar tennur og engar skemmdar. sjáðu segir það við mig, sjáðu bara engin hola og enginn endajaxl sem þorir ekki að koma upp. engin bæling hér. og ég beygi mig og passa að loka munninum en hafa þó augun opin til að gleymast ekki alveg í myrkrinu þarna inni. líklega á meðan mér er kalt í gegn kalt niður og upp. líklega bíð ég eftir suðrænum ávöxtum á trjánum mínum sem teygja sig í mig bara mig og og og þá læt ég freistast af þessu bliki í fjarlægð. bliki sem ég var ekki að bíða eftir. bliki sem mig langar bara að gleyma. en þau finna mig þessi tengsl þau finna mig og fylla mig fögnuði og hægu falli.
mér tókst að brenna stóra bleika mynd af marilyn monroe sem var í hvítum ramma á vegg í miðri íbúð og stuttu síðar læsti ég litlu dóttur mína inni og sjálfan mig úti tensjón sú stutta er þó þekkt fyrir einstak jafnaðargeð og fannst þetta alveg óskaplega skemmtilegur leikur sem betur fer og náðum við með miklu brasi að koma lyklinum undir útirdyrahurðina og lauma honum af kyppunni - hún er algjör snillingur ég lá á gólfinu með kertaljós þar sem rafmagnið er farið af ganginum og þar með af útidyrabjöllunni og þetta hafðist þegar ég loks gat opnað inn þá stóð skottan dansandi og kallaði með tilþrifum og útbreiddan faðminn: ó mamma mikið ertu dugleg!!! stóra yndið skokkaði út í ísbúðina eftir svaðilfarir vorar við fengum okkur því ís og heita sósu og horfðum á korní ástarræmu fyrir fallegu fjölskylduna í sviðalyktinni
Ummæli